Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Aumingja Eygló

Í vetur varð frægt ákallið Kæra Eygló.  Litlu skilaði það ákall miðað við uppleggið en lítið er nú talað um það.  Eftir stendur að árangur Eyglóar Harðardóttur í embætti ráðherra er enginn. Þess vegna var það sérstaklega pínlegt að hlusta á hana að tala á Alþingi í morgun og færa það fram sem rök fyrir áframhaldandi stuðningi við endurskipaða ríkisstjórn,  að verkin væru svo brín. Aumingja Eygló skilur ekki að ef ráðherra getur ekki hrundið í framkvæmd svo aðkallandi umbótum sem húsnæðismál eru, á 3 árum, þá getur hún það ekki á 3 mánuðum.  Svo einfalt er það.  Og að fórna trúverðugleika sem heiðarleg manneskja fyrir framlengt dauðastríð spilltustu ríkisstjórnar íslandssögunnar er dapurlegur endir á dapurlegum ferli í pólitík. Framsóknarflokkurinn er búinn að vera.  Eygló er búin að vera.


mbl.is Vantraustið í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setja verður lögbann á sölu allra eigna ríkisins

Bjarni Ben þykist hafa tryggt sér nægt svigrúm til að selja vildarvinum flokksins bitastæðustu eignir íslenzka ríkisins. Að frátöldum þeim, sem nú þegar hafa ratað í "réttar" hendur, eins og hlutinn í Borgun og ýmislegt fleira sem mjatlað hefur verið útúr Landsbankanum á liðnum mánuðum og árum. Þess vegna verður að bregðast við frekari gripdeildum ríkisstjórnarinnar og krefjast lögbanns á alla frekari umsýslu fjármálaráðherra unz kosningar hafa farið fram og allir kosningabærir íslendingar hafa kveðið upp sinn dóm yfir þeirri ráðdeild sem Bjarni Ben hefur beitt sér fyrir og felst í lækkun skatta á stóreignafólk og millarðamæringa og undanskot eigna náinna félaga og skyldmenna til skattaskjóla.  Auk þess að hafa beitt sér gegn eðlilegu skattaeftirliti í landinu og dregið úr vægi sérstaks saksóknara með fjásvelti til þessara tveggja mikilvægustu embætta sem hér starfa,  skattrannsóknarstjóra og sérstaks saksóknara.  En það kemur mér ekkert á óvart og staðfestir bara hverra manna þessi ógæfumaður er.  Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni eins og sagt er. Sonur skattsvikara og undanbragðafólks er ekki líklegur til að treysta hér undirstöður jafnréttis og lýðræðis, heiðarleika eða sanngirni.  Burt með Bjarna Ben og allt hans hyzki, sem ekki vill taka þátt í þessu þjóðfélagi með okkur hinum.  Sem ekki vill bera byrðaranar,  bara hirða beztu bitana og fela í aflandsskjólum Flórida og Lúxemborgar.


mbl.is 54,4% treysta ríkisstjórninni mjög lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja verður spunamálaráðherra Sigmundar Davíðs

Ég ætlaði ekki að tjá mig um Lilju Alfreðsdóttur, vegna þess, að ég þekki ekki neitt til hennar eða hennar verka. Hún hefði getað komið á óvart og reynzt hin mætasta manneskja, þrátt fyrir að vera yfirlýst Framsóknarkona og þrátt fyrir að vera dóttir eins spilltasta framsóknarborgarfulltrúa seinni tíma,  Alfreðs Þorsteinssonar.  Manns sem ráðskaðist með málefni Orkubús Reykjavíkur sem síns eigin og olli fjárhagsskaða svo skipti milljörðum.

Þrátt fyrir þessi vafasömu fjölskyldutengsl hefði Lilja getað verið traust og með heilbrigða dómgreind.  Hún hefði getað reynst góður liðsmaður hverrar ríkisstjórnar, en í fyrstu ræðu sinni á Alþingi tók hún af allan vafa um að hennar hlutverk er það eitt að berja í laskaða ímynd Sigmundar Davíðs og Framsóknarflokksins.  Ekki eitt orð um að vinna að hag Íslands gagnvart útlöndum  Hún sagðist vera komin í utanríkisráðuneytið til að leiðrétta rangfærslur útlendra blaðamannna sem hefðu valdið því fjaðrafoki sem hröktu Sigmund Davíð úr embætti forsætisráðherra.  Manneskja sem telur það allt í lagi að leggja pólitískt orðspor landsins að veði fyrir siðblinda foryztu örflokks sem nýtur einskis trausts,  hún er verri en þeir sem fyrir eru á fleti.  Utanríkisráðherraembættið er einfaldlega mikilvægasta embætti landsins þegar kemur að orðspori þjóðarinnar erlendis.  Lilja Alfreðsdóttir mun ekki valda því starfi ef marka má inntakið í fyrstu ræðu hennar á Alþingi.


mbl.is Orðspor Íslands með fyrstu verkefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir skipta ekki um þjófa í miðju ráni

bjarni og simmiRíkisstjórn sem er algjörlega rúin trausti en ætlar samt að þumbast við og sitja áfram eru ekkert annað en valdaþjófar. En þeim er vorkunn, erindinu er ekki lokið. Það á eftir að fullfremja ránið og skipta herfanginu og því ætlar Bjarni Benediktsson de la Engey, að stjórna og tryggja sínum mönnum beztu bitana úr þrotabúinu Íslandi. Og það hefði kannski tekizt ef hann hefði haft vit á að þurrka fingraför sín af totólafélaginu Falson & Co.

En þetta er búið spil. Fólkið í landinu hefur loksins skilið að þessir foringjar Wintris stjórnarinnar lugu sig til valda og nú ætlar þetta sama fólk að henda þeim út úr stjórnarráðinu með skömm.  Þetta ætti einhver að segja þessum kumpánum sem sitja enn og aftur á svikráðum við þjóðina í þessum skrifuðum orðum. 


Skundað á Austurvöll

Í það minnsta 20 þúsund Íslendingar um allt land, kröfðust þess opinberlega í dag, að Sigmundur Davíð segði af sér sem forsætisráðherra lýðveldisins Íslands. Ég var einn af þeim. Krafan er skýr, við viljum ekki að auðrónar stjórni okkar málum lengur. Auðrónar sem ganga erinda fámennra klíkuhópa eru nú í startholunum að skipta leyfunum af herfangi þrotabúa rændu bankannna á milli sín. Þetta verður að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum.  Jafnvel þó það kosti tímabundna stjórnarkreppu og frestun þings.

Það sem hefur verið gert opinbert nú þegar er aðeins brot af því sem á eftir að koma að sögn heimildarmanna. Þess vegna mun þjóðfélagið fara á hliðina ef Alþingi grípur ekki strax til sinna ráða. Ef Alþingismenn sína að þeir skynja alvarleika þess trúnaðarbrests sem varð hér aftur í dag og víkja sja´lfir stjórninni frá og æskja þingrofs þá erum við strax í betri færum til að takast á við þær uppljóstranir úr Panamaskjölunum sem eiga eftir að líta dagsins ljós. 

Því þetta snýst ekki lengur um Sigmund Davíð.  Hann er hins vegar að þvælast fyrir nauðsynlegri hreingerningu í stjórnarráðinu. Menn eins og Gunnar Bragi og Sigurður Ingi gerðu sjálfa sig óhæfa sem ráðherra í blindum stuðningi við siðleysi Sigmundar Davíðs.  Þeir þurfa líka að víkja.  Og ekki bara þeir,  heldur ekki síður Illugi Gunnarsson,  Illuga hefði átt að reka fyrir spillingu fyrir mörgum mánuðum og það hefði verið gert ef formaður Sjálfstæðisflokksins hefði verið ærlegur maður.  En það er hann ekki eins og ótal dæmi sanna. Og talandi um Bjarna Benediktsson, sem þykist enga hagsmuni þurfa að upplýsa alþjóð um frekar en Sigmundur Davíð eða Júlíus Vífill.  Hverjir leppa hans hagsmuni?  Er það konan hans, eða faðir hans eða föðurbræður eða þessir allir?  Af hverju er Bjarni svona oft á Florida?  Eru þeir frændurnir að plotta um næstu Borgunarviðskipti eða getur verið að Bjarni sé bara í ósköp venjulegu fríi að hlaða batteríin..  Eitthvað þykir mér það ósennilegt.  Svona hákarlar þurfa þess ekki.  Og maður sem segir sig úr öllum stjórnum og felur fjárfestingar sínar til þess að komast í valdaaðstöðu í gegnum pólitík, hann er ekki að hugsa um þjóðarhag.  Hann er að hugsa um eigin hag.

Þeir sem í dag hugsa til Bjarna Benediktssonar sem einhvers bjargvættar ættu að íhuga þessi orð mín.  Ég varaði við bæði Þorbjörgu Helgu og Vilhjálmi Þorsteinssyni þegar fólk eins og Egill Helgason mærði Þorbjörgu Helgu og Gísli Baldvinsson sá ekkert athugavert við, að Vilhjálmur gegndi trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Ég vissi bara að peningar spilla og það hefur komið á daginn.

Ég er hóflega bjartsýnn á að kjörnir fulltrúar ráði við þetta verkefni að siðvæða land og þjóð. Til þess erum við of langt leidd og of hrædd. Eins og Sigmundur hótaði undir rós þá mun það hafa afleiðingar að rugga bátnum. Guð blessi Ísland!


Vantraust

Í orðinu vantraust felst kjarni málsins. Það þarf ekkert að fimbulfamba um eitthvað allt annað til að finna réttlætingar fyrir röngum ákvörðunum sem leiða til vantraustsins.  Allar þær ástæður eða réttlætingar eiga einfaldlega ekki lengur við þegar vantraust hefur skapast.

Hvort Sigmundur eigi sér málsbætur eða hvort aðrir í sömu aðstæðum hafi hagað sér svipað skiptir engu máli. Þær sakir sem á Sigmund eru bornar þarf forsætisráðherra sjálfur að bera af sér ef vantraustið á að ganga til baka.  Ekki aðstoðarmaður hans eða sauðtryggir samflokksmenn. Því hann er ekki bara forsætisráðherra Framsóknarflokksins,  heldur íslenzku þjóðarinnar.  Og eiginkona hans er ekki bara einhver kona út í bæ,  heldur eiginkona forsætisráðherra þjóðarinnar.

Nú þegar fjölmiðlagjammi Alþingis hefur verið lokað vegna páskahlés, skapast vonandi aðstæður fyrir Sigmund sjálfan og eiginkonu hans til að meta sína stöðu í ljósi þessa vantrausts, sem óumdeilanlega hefur myndast, og hvernig þau eigi að bregðast við.

Þau geta alla vega ekki treyst því að þetta mál hverfi.  Ef þau gera ekkert,  þá gerist samt tvennt. 1. Vantraust verður hugsanlega lagt fram og samþykkt eftir páska.  2. Vantraust verður ekki lagt fram og ekki samþykkt á Alþingi vegna valdahagsmuna ríkisstjórnaflokkanna.

Hvort tveggja mun þýða endalok stjórnmálaferils Sigmundar Davíðs.  HINS VEGAR , EF HANN AF FYRRA BRAGÐI, KÆMI FRAM OG BÆÐIST AFSÖKUNAR Á DÓMGREYNDARBRESTI SÍNUM Í ÞESSU MÁLI ÞÁ MYNDI HANN VINNA ÞJÓÐINA Á SITT BAND.  Svo framarlega sem ekkert misjafnt hefur verið gert í fjárstýringu þeirra hjóna,  sem ekkert bendir til að hafi verið gert.  Enda snýst vantraustið ekki um það.  Vantraustið snýst um siðareglur og frjálsa túlkun þingsins á því hvað þjóðinni kemur við og hvað ekki. Hins vegar er þjóðin ekki refsiglöð ef menn sýna iðrun og auðmýkt fyrst af öllu.  Þjóðin vill fara að sjá að alþingismenn og ráðherrar umgangist það vald sem þeim er falið af auðmýkt en ekki þeim hroka sem nú er normið.

Bjarni vann til baka leiðtogasætið í Sjálfstæðisflokknum í frægu sjónvarpsviðtali þar sem hann kom fram af einurð og heiðarleika.  Sigmundur getur þetta líka ef hann hefur þann þroska og manngreynd sem til þarf. En þá þarf líka eiginkonan að taka meiri þátt.  Hún er opinber persóna hvort sem henni líkar betur eða verr.  Hún er ekki einhver fjárfestir út í bæ.

 


mbl.is Ekki nóg að vera bara reiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáð í andstjörnur

Bjóða uppá Auði og Kók
eldri menn og svannar
Framboð Ástþórs aðeins djók
og enginn þekkir Hrannar

 

 


mbl.is Ekki frátekið fyrir stjörnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klámhundur í forsetaframboð!

Menn með fortíð eiga ekkert erindi á Bessastaði.  Hver man ekki eftir Stóru Systur, Maríu Þrastar og hneykslun Davíðs Þórs?

Rétt að rifja upp smá kerskni sem varð til vegna þeirra ritdeilna.

 

Sértu af klámhundakyni
og kætist með Davíð Jónssyni
Ei tjáir að neita
ef táli þær beita
með tilboð' í blekkingarskyni

Og þegar María Þrastar
þinn manndóm og kyngetu lastar
ei málsókn skalt hóta
ef konu vilt njóta
því hún bara flengir þig fastar 


mbl.is Davíð Þór íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG hættir í pólitík?

Vinstri Grænir voru stofnaðir utan um 2 baráttumál.  Umhverfis- og náttúruvernd og svo framgöngu kynjamisréttis undir áherzlumerkjum nærbuxnafeminisma.  Nú bregður svo við að þingmenn flokksins fá ekki eða vilja ekki vera meðflutningsmenn að tillögu um að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendið á heimsminjaskrá!  Hvað er í gangi hjá VG?

Er það pólitískt skynsamlegt að krefjast kosninga fyrir flokk með fylgi í frjálsu falli?  Eins og þessi frétt fjallar um, þá var það aðalbaráttumál þeirra í þingsal í gær á meðan þingmenn úr öllum hinum flokkunum voru sammála um þingsályktunartillögu um hálendisverndina..

Ekki það að mér sé ekki slétt sama hvað þingmenn yfirhöfuð dunda sér við þessa dagana.  Ég er löngu ´ættur að vonast eftir einhverju vitrænu úr þeim ranni.  Fólk sem vill starfrækja spilavíti og selja brennivín í dótaverzlunum er ekki líklegt að beita sér fyrir þjóðþrifamálum.  Hins vegar er rökrétt að álykta að næst komi fram frumvarp sem lögleiðir vændi í nafni frjálshyggjukommúnismans sem hér veður uppi.  Ekki síst þegar nærbuxnafeministar VG virðast hafa misst áttanna í sinni pólitísku hugmyndafræði eða á ég frekar að segja vegna áráttukenndrar þráhyggju um geðheilsu forsætisráðherra sem ku eyða óhóflega löngum stundum í myrkvuðum herbergjum Alþingis.   En hver myndi svo sem ekki taka það fram yfir, að sitja undir ræðunum hjá Birni Val og Lilju Rafney.  Sérstaklega þegar þær fjalla ekki lengur um pólitík heldur öfund og illmæli.


mbl.is Vilja að ríkisstjórnin fari frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I told you so

Klúðrið í sambandi við hönnun, byggingu og takmarkaða nýtingu Landeyjarhafnar er skólabókardæmi um hvernig embættismenn og sérfræðingar eru alls ófærir um að viðurkenna mistök og bera ábyrgð á þeim.  Um pólitíkusa gildir annað. Siglingamálastofnun og síðar Samgöngustofa og siglingasvið Vegagerðarinnar bera alla sérfræðilega ábyrgð á þessu klúðri og þeirra er að gera Alþingi og ráðherra grein fyrir stöðunni og viðurkenna að þessi höfn verði aldrei heilsárshöfn, hvað sem öllum vonum líður.  Þá og aðeins þá, getur ráðherra axlað sína ábyrgð og fyrirskipað lokun Landeyjarhafnar yfir vetrarmánuðina og eflt í kjölfarið samgöngur til Þorlákshafnar með 2 ferjum.  það veitir ekkert af eftir því sem Eyjamenn telja.

Ef menn hafa þann kjark sem til þarf, má draga stórlega úr kostnaði við að hafa Landeyjarhöfn opna allt árið.  Því eins og reynslan sýnir þá fyllist þessi sandgildra í vetrarstórviðrunum og það eina sem gæti komið í veg fyrir það er hreinlega að loka hafnarmynninu með öflugri stálgirðingu þannig að sandburðurinn beygi af leið.  Þetta hljóta verkfræðingar að geta hannað og byggt þótt  þeir hafi haft rangt fyrir sér, um allt annað varðandi þetta verkfræðilega hneyksli í Landeyjarfjöru.  Höfnin verður aldrei annað en sumarhöfn og þess vegna á að nýta hana sem slíka.  Litlir hraðskreiðir báta og prammar gætu þá siglt þangað og haldið uppi túristaflutningum yfir sumarmánuði og svo gætu hraðfiskiskip og minni bátar nýtt þessa höfn án takmarka sem nú gilda.

Ef menn hafa þann kjark og sóma, að viðurkenna þessi mistök þá myndast kannski fordæmi fyrir því að endurskoða mistökin sem verið er að gera í sambandi við framkvæmdir Landspítalans við Hringbraut.


mbl.is Búa ár eftir ár við óbreytt ástand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband