Færsluflokkur: Tækifærisvísur

Hamfarablogg

Lítið gleður landann nú
á ljósvakanna öldum
samt er kreppan sárust sú
sem er af mannavöldum

Náttúran ei gefur grið
Grímsvötn græta landann
Nú liggur á að losna við
lið sem eykur vandann


Við opnun Hörpu

Á opnuninni Árni sást
eins og fleiri bófar
Björgólfur ei heldur brást
báðir dæmdir þjófar

Harpa ekki heillar mig
hofróðan því veldur
Steinunn Birna stærir sig
og steigurlætis geldur


Bubbi grætur

Þótt bankinn megi brjót' á mér
ég bíð þess bætur
En aumur Bubbi barmar sér
og bara grætur

Eiríkur notar hrukkukrem

Frá Nivea kemur í krukkum
krem til að útrýma hrukkum
svo slétt verði skinn þessa manns
þótt sálin sé vandamál hans

Bæði á bólur og flekki
ber hann og blygðast sín ekki
Ef barnsandlit bara má hafa
brjóstin og allt hitt má lafa

En okkur Eiríki báðum
ætti að skiljast það bráðum
að ímynd hins kvenlega kalls
er klisja sem riðar til falls

LoL


Fasistastjórnin

Af hverju aðhyllist stjórnin
alræðisstefnu í reynd
þar sem frelsið okkar er fórnin,
í fávísi og skorti á greind

Í krafti hins kynjaða réttar
nú karlhyggju margir þrá
því vændi varð starf þeirrar stéttar
sem stjórnmálum sinna á


Eiríkur og Jakob Bjarnar

Ég get ekki að því gert
það geð mitt gremur
Þótt ei sé það svaravert
sem frá þeim kemur

Tounge


Um mútur og saklausa sjálfstæðismenn

Saklausir sjálfstæðismenn
sagt er að finnist hér enn
Sín Gulli vill hefna
og Birni Val stefna
-af ofvæni í skinninu brenn-

Ef Björn Valur tekur til varna
veit Gulli að stuðningsmenn Bjarna
sér munu hafna
fyrir að safna
mútum úr vitlausum kjarna


Mannvonska

Allt er hér með einum brag
yfirvöldin illgjörn
Vestur á firði flugu í dag
og felldu lítinn ísbjörn

Ólína ber af sér sakir

Áður en orðið um biður
þú ættir að róa þig niður
og vita hvað fyrir þér vakir
ef viljirðu ber' af þér sakir

Því Alþingi sæmd sín´og sóma
sækir í bjöllunnar óma
og Ásta mun gefa þér gætur
gleymd´ekki hvernig hún lætur


Af óförum Vinstri Grænna

Skipst hefur á skin og skúr
og skammlíf trúarvissan
Farin eru flokknum úr
folaldið og hryssan

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband