21.10.2013 | 17:49
Vitleysingar sem minna alltaf á sig
Það er sjálfsagt rétt hjá Andra Geir, að það er lítill skortur á vitleysingum sem vilja stjórna á íslandi. Og að þeir skuli sífellt vera að minna á sig er gott. Því ef þeir gerðu það ekki með reglulegu millibili gæti maður jafnvel farið að vera sammála þeim.
Einn þessara snillinga er Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í frétt á Vísi er vitnað í rökstuðning þingmannsins fyrir að telja sig óbundinn af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.
Helztu rökin segir Brynjar vera þau að stjórnlagaráð hafa verið skipað af pólitískum meirihluta Alþingis og að tillögur ráðsins beri keim af því. Einnig segir hann þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa verið ráðgefandi og því ekki skuldbindandi fyrir hann, hvorki af siðferðilegum né pólitískum ástæðum.
Ég verð nú að segja við Brynjar, að þessi rök eru óboðleg því hann hlýtur að vita betur. Stjórnlagaráð var skipað sömu mönnum að einum undanteknum, sem hlutu kosningu í löglegum kosningum til stjórnlagaráðs. Það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið Hæstarétt lýsa kosningarnar ólöglegar , gerir þær ekki ólöglegar per se. Það er aðeins staðfesting á skrípadómstóli sjálfstæðisflokksins. Þess vegna voru fulltrúarnir ekki pólitískt valdir og einnig á hann að vita að engin þjóðaratkvæðagreiðsla má vera bindandi samkvæmt núgildandi stjórnarskrá. Þær eru allar ráðgefandi.
En að tilgreina þessar 2 ástæður og nota þær til að réttlæta afstöðu sína til spurninga SaNS og Stjórnarskrárfélagsins, sýnir bara hvern vitleysing maðurinn hefur að geyma. Svo takk Brynjar fyrir að minna á þig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.10.2013 | 13:23
Mun Jóhannes Reykdal biðjast afsökunar?
Fyrirgefðu...hvað í andskotanum ertu að tala um?
Veit ekki betur en að tour de france hafi spilast eðlilega. Bæði fyrri og seinni þáttur. Það enda ekkert allir þættir á kreditlista
Nú má ætla að útsendingarstjóri viti betur en aumingi útí bæ hvernig myndir enda sem sýndar eru hjá RUV. Ekki aðeins einu sinni heldur endursýndar líka og því ætti ég að taka snuprunum þegjandi og vera ekki að gagnrýna stofnun sem telur sjálfa sig yfir alla gagnrýni hafin. En ég þarf yfirleitt að láta segja mér lygar tvisvar sinnum áður en ég trúi þeim svo ég lagðist í smá rannsókn á þessari staðhæfingu Jóhannesar Reykdal, að útsendingin hafi verið í lagi og myndin átt að enda í miðju orði þularins og án kredit lista í lokin. Og útsendingarstjóra til háðungar þá verð ég að upplýsa alþjóð um að drengurinn fór með staðlausa stafi. Því það vantar meira en 1 mínútu á myndina og þar af eru 55 sekúndur af kredit lista.
Síðasta setning þularins sem ekki heyrist í útsendingu RÚV hefst á þessum orðum:"The tour will always be the fun first and foremost by the men and champions....."
Þetta geta menn staðfest með því að ná í þessa heimildamynd á ótiltekinni síðu á netinu. Held að RUV þurfi í framhaldinu að endurskoða verkferla eða alla vega taka mark á athugasemdum áður en þeir afgreiða þær sem bull og vitleysu. Þetta er nú Ríkisútvarp allra landsmanna en ekki RÚV allra starfsmanna!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2013 | 12:33
Ríkislögreglustjóri valdsins
Þegar ríkislögreglustjóri fyrirskipar aukna hörku gegn löglegum mótmælum þá er hann ekki að framfylgja embættisskyldum. Þvert á móti er hann að framfylgja skipunum að ofan. Núverandi stjórnvöld hafa áhyggjur af ólgu í þjóðfélaginu og þau hafa fyrirskipað lögreglu að mæta þessari ólgu af fullri hörku og kæfa alla andstöðu í fæðingu. Þess vegna er ráðist gegn friðsömum mótmælendum öðrum til viðvörunar.
Aðgerðirnar gegn hælisleytendum voru af sama toga. Sýna hver valdið hefur. Skítt með öll mannréttindi. Ég spái róstum í haust og vetur.
![]() |
Ómar Ragnarsson meðal handtekinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |