Mun Jóhannes Reykdal biðjast afsökunar?

Í gær skrifaði ég færslu og kvartaði yfir rofi á útsendingu seinni hluta myndarinnar The Tour - The Legend Of The Race. Í athugasemd við þessa færslu skrifar útsendingarstjóri RUV, Jóhannes Reykdal, eftirfarandi:

Fyrirgefðu...hvað í andskotanum ertu að tala um?
Veit ekki betur en að tour de france hafi spilast eðlilega. Bæði fyrri og seinni þáttur. Það enda ekkert allir þættir á kreditlista

Nú má ætla að útsendingarstjóri viti betur en aumingi útí bæ hvernig myndir enda sem sýndar eru hjá RUV. Ekki aðeins einu sinni heldur endursýndar líka og því ætti ég að taka snuprunum þegjandi og  vera ekki að gagnrýna stofnun sem telur sjálfa sig yfir alla gagnrýni hafin.  En ég þarf yfirleitt að láta segja mér lygar tvisvar sinnum áður en ég trúi þeim svo ég lagðist í smá rannsókn á þessari staðhæfingu Jóhannesar Reykdal, að útsendingin hafi verið í lagi og myndin átt að enda í miðju orði þularins og án kredit lista í lokin. Og útsendingarstjóra til háðungar þá verð ég að upplýsa alþjóð um að drengurinn fór með staðlausa stafi. Því það vantar meira en 1 mínútu á myndina og þar af eru 55 sekúndur af kredit lista.

Síðasta setning þularins sem ekki heyrist í útsendingu RÚV hefst á þessum orðum:"The tour will always be the fun first and foremost by the men and champions....."

Þetta geta menn staðfest með því að ná í þessa heimildamynd á ótiltekinni síðu á netinu. Held að RUV þurfi í framhaldinu að endurskoða verkferla eða alla vega taka mark á athugasemdum áður en þeir afgreiða þær sem bull og vitleysu.  Þetta er nú Ríkisútvarp allra landsmanna en ekki RÚV allra starfsmanna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband