26.11.2013 | 21:11
Svekktir Sjálfstæðismenn
![]() |
Sæmileg sátt ríki um skipulagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2013 | 20:56
Mjög misráðið og ekki til góðs
![]() |
Landspítalinn á facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2013 | 19:08
Vannýtt auðlind sem þarf að kvótasetja strax
Með sömu rökum og fiskurinn í sjónum er talin takmörkuð auðlind þá eru matfuglar loftsins, álftir, gæsir, svartfugl og lóur, auðlind sem hægt er að búa til verðmæti úr.
Samkvæmt frétt á ruv.is þá kvarta bændur sáran útaf ágangi álfta og gæsa en fá ekkert að gert vegna þess að fuglarnir njóta verndar og eru ekki eign neins, ekki einu sinni þjóðareign! Væri ekki frábært ef bændur fengju úthlutað álfta og gæsakvóta og gætu þannig bæði verndað heyfenginn og á sama tíma aukið kjötframleiðsluna. Álftakjöt er að sögn kunnugra, herramannsmatur og síst verra en góð lúðusteik.
26.11.2013 | 18:13
Strax búin að gera sig vanhæfa í málinu!
Hönnu Birnu er ekki lengur sætt í embætti Innanríkisráðherra. Í hverju málinu á fætur öðru gengur ráðherrann fram af algjöru virðingarleysi við lög og rétt og gerir sér enga grein fyrir stöðu sinni.
Sú málsmeðferð var að mínu mati hvorki sanngjörn né réttmæt og þess vegna er enn mikilvægara að á þessi stigi málsins verði tryggt að stjórnvöld svari framkomnum spurningum dómstólsins með faglegum hætti og að svörin verði hafin yfir allan slíkan vafa. Ráðuneytið mun nú fara í að undirbúa viðbrögðin og verður ráðgjafar leitað um næstu skref.
Þarna byrjar ráðherranna að lýsa persónulegri skoðun og síðan er klykkt út með nauðsyn faglegra vinnubragða, sem séu yfir vafa hafin! Hvernig má það verða eftir að ráðherrann hefur lýst yfir að málaferlin hafi verið ósanngjörn og óréttmæt ! Óréttmætt er það sem er rangt og með því að lýsa því yfir að Landsdómsmálið hafi verið óréttmætt er ráðherrann búinn að setja nýtt met í heimskulegum yfirlýsingum í embættisfærslu sinni. Á 6 mánuðum er hún búin að gera sig seka um valdníðslu í 3 málum og embættisafglöp í einu máli.
- Með því að beita sér fyrir endurupptöku málaferla vegna veglagningar um Teigsskóg
- Með því að hafna lögbanni á framkvæmdir vegna veglagningar um Gálgahraun
- Með því að leka gögnum í máli hælisleitanda
- Með því að lýsa yfir að réttarhöld yfir fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins hafi verið lögleysa
Ég held að flest okkar, sem ekki erum alin upp í rörsýn stjórnmálaflokkanna, sjáum vel þá annmarka, sem voru á Landsdómsréttarhöldunum. En að segja, að réttarhöldin hafi verið óréttmæt er fjarstæða. Réttarhöldin voru haldin samkvæmt sérstöku ákvæði í stjórnarskránni og fyllilega réttmæt sem slík. Hins vegar var málatilbúnaður saksóknara ámælisverður. Hún hirti ekki um að yfirheyra sakborninginn og hann fékk ekkert tækifæri til að lýsa sinni afstöðu. Það er líka punkturinn í kæru Geirs.
Invoking Article 6 §§ 1 and 3 (a) and (b) of the Convention, he also
complains about not having been given the opportunity to testify during the re-trial stage of the proceedings, either before the Parliamentary Review ommittee (PRC) or the prosecutor
En með yfirlýsingu sinni er Hanna Birna búin að taka pólitíska afstöðu og búin að fórna öllum trúverðugleika sem ráðherra. Ég krefst afsagnar hennar strax!
![]() |
Mál Geirs tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2013 | 07:31
Skilja menn virkilega ekki hvað er í húfi?
Hópur fundaði í gær. Hverjir nákvæmlega funduðu og í hvers umboði? það hefði verið betra að það hefði komið fram í fréttinni. Og svo er sagt að ýmislegt hafi verið gert! Að setja út bauju með mælitækjum eftir að þessi manngerða síldargildra fylltist fyrir viku síðan, heitir ekki að ýmislegt hafi verið gert. Það hefur akkúrat ekkert verið gert. Og menn eru greinilega jafn ráðalausir og fyrr. það er hægt að veiða lifandi háhyrning og sleppa honum fyrir innan brú til að láta hann reka síldina út. Einhverjar tilraunir með hvalahljóð hljómar eins og brainstorming á leikskóla.
Það eina ásættanlega er að rjúfa vegfyllinguna og afturkalla þessi umhverfisspjöll Vegagerðarinnar. Það er hægt að gera á nokkrum dögum með réttum tækjum. Og menn eiga ekkert að velta kostnaðinum fyrir sér. Þessi 50-60 þúsund tonn sem drápust síðast var tjón upp á 5 milljarða hið minnsta og menn telja að meira sé í húfi núna. Hvaða vald hefur þessi hópur til að ráðkast með slíka hagsmuni? Ef síldin drepst fyrir utan þrenginguna eða í Grundarfirði þá er það af náttúrulegum orsökum og ekki við neinn að sakast. Ef síldin drepst einu sinni enn inni í Kolgrafarfirði fyrir innan þverun þá er það af mannlegum völdum vegna þess að einhver hópur kaus að spila rússneska rúllettu um hagsmuni sem eru margfalt meiri heldur en kostnaðurinn við að rjúfa fyllinguna og opna gildruna.
![]() |
Hvalahljóðum beitt gegn síldinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |