Mjög misráðið og ekki til góðs

Ef það að leyfa fésbókarfíklum að svala fýsn sinni, er það eina sem forstjóranum dettur í hug til að auka starfsánægjuna þá er Landsspítalinn virkilega illa settur með þær breytingar á yfirstjórn sem gerðar voru í haust. Ég geri ráð fyrir að þessar takmarkanir sem hafa verið í gildi hafi verið settar af góðum hug og umhyggju fyrir sjúklingum fyrst og fremst.  Fésbókarfíklar eru fíklar vegna þess að þeir eru stjórnlausir og vanrækja allt til að svala fýsnum sínum, þar á meðal að sinna starfi sínu á bezta mögulega hátt.  Við þekkjum það sjálfsagt öll hvernig internetið getur tekið völdin og látið okkur gleyma stund og stað. Þegar það gerist eiga menn ekki að vera í vinnunni.  Skiptir engu hvort vinnustaðurinn er Landspítalinn eða Háskóli Íslands eða Ráðhús Reykjavíkur.  Vinnuveitandinn á tíma starfsmanna og á að krefjast fullra afkasta.
mbl.is Landspítalinn á facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láttekki svona. Það eru allir svo glaðir á facebook. Við erum strax að tala um high five. Facebook bætir, hressir og kætir.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 21:04

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvenær verður svo fyrsta dauðsfallið á Landspítalanum rakið til fésbókarmisnotkunar starfsmanns?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.11.2013 kl. 21:15

3 identicon

Páll þarf bara að muna að skrifa á ensku - eins og borgarstjórinn. Og sjúklingarnir geta verið heima hjá sér.

http://www.dv.is/frettir/2013/11/26/leikskolabornum-sagt-upp-vegna-vanskila-foreldra-ZW517M/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 21:38

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þegar þú eldar sæta kartöflu Elín þá mundu að setja nógu mikinn pipar og hvítlaukssalt í hræruna.  Annars verður hún vatnskennd og ógeðsleg. Líka gott að hafa gulrætur og venjulegar kartöflur með.  Sætar kartöflur eru bara vatnssósa rófur. Algerlega ofmetnar eins og fésbókin.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.11.2013 kl. 21:55

5 identicon

Fólk getur nú svikist um í vinnunni þó ekki sé fésbókin. Jakkinn á stólbakinu er alveg klassískur. Blessaður vertu ekki að gefa yfirvöldum átyllu til að skrúfa fyrir internetið. Það væri nú alveg draumur í dós fyrir þau.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 23:29

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ögmundur skildi netlögguna eftir í skúffunni. Hanna Birna hefur ábyggilega hent henni um leið og reglugerðinni um kaup útlendinga á jörðum. Ekki að ég tali fyrir boðum og bönnum en menn verða að hafa smá decency, þó allt annað skorti

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.11.2013 kl. 03:52

7 identicon

Jú, þú ert að tala fyrir boðum og bönnum. Mér finnst hálf ósmekklegt að tala um rétt vinnuveitandans til að krefjast fullra afkasta í tengslum við Landspítalann. Eiginlega svolítið ósvífið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband