Aðför Páls Magnússonar að RÚV

Það kemur mér ekki á óvart hvernig Páll Magnússon bregst við minni tekjum hjá RÚV.  Það var fyrirséð.  Hitt veldur meiri furðu þetta upphlaup vinstri manna og skilningsleysi  á nauðsynlegri uppstokkun innan þessarar steingeldu stofnunar sem Páll hefur rekið sem sitt prívat einkahlutafélag undanfarin 6 ár með tilheyrandi fríðindum og nepotisma í bland við Vestmannaeyskan hroka og boltaíþróttaaðdáun.

Það er morgunljóst að áherzlur Páls Magnússonar eiga mesta sök á slæmri fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins ohf.  Hann hefur blygðunarlaust eflt íþróttadeild sjónvarpsins á kostnað almennrar dagskrárgerðar og fréttaþjónustu við almenning og kostnaður vegna sjónvarpsréttar frá undanförnum stórmótum er það sem fyrst og fremst bitnar á almennum rekstri.  Af hverju bendir enginn á það?  Og af hverju bendir enginn á nauðsyn þess að RÚV hætti með Rás 2?  Hvað starfa margir skallapopparar hjá RÁS 2? Kannski 100 manns í allt með tæknimönnum og auglýsingasöluliði og vinum og vandamönnum.  Ef Rás 2 er eins mikilvæg og margir segja þá getur hún væntanlega rekið sig sjálf á auglýsingatekjum og þarf ekki að vera baggi á almenningi! Af hverju fara menn ekki í skipulagsbreytingar áður en Páli er leyft að sveifla niðurskurðarhnífnum og fría sig ábyrgð.  En það er það sem stjórnendur RÚV eru að gera.  Þeir nota populisma af lægstu gerð til að afvegaleiða umræðuna.

Í nýjum þjónustusamningi á að gera Íþróttarásina að áskriftarsjónvarpi og einkavæða Rás 2. Með þessu tvennu er hægt að minnka umfang stofnunarinnar þannig að við höfum efni á að reka nútímalegan almenningsmiðil. Það þarf ekki að reka fólk, það þarf bara að breyta rekstrinum.


mbl.is Ekki verið að standa við hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengisveitin

Það var vel til fundið að koma ábyrgðinni af aðgerðum í Kolgrafarfirði yfir á ríkislögreglustjóra. Hann er hvort sem er óvinsælasti embættismaður landsins og þegar allt fer á versta  veg eins og allt stefnir í, þá hafa raunverulega ábyrgir aðilar í stjórnkerfinu bjargað sér fyrir horn. Eins og alltaf mun enginn taka ábyrgð.  Ekki Umhverfisstofnun. Ekki Vegagerðin.  Ekki Hafrannsóknarstofnun. Og alls ekki ráðherrarnir. 

En bæjarstjórnin í Grundarfirði! Þeir eiga sæti við borðið en ekki bændur við Kolgrafafjörð.  Bjarni á Eiði vildi rjúfa þverunina en ekki bæjarstjórnin á Grundarfirði. Það var fyrirsjáanlegt að þeir myndu standa hatrammir gegn öllum hugmyndum um að rjúfa þverunina og þar með vegastæðið.  Samt var það eiginlega það eina raunhæfa í stöðunni. Og hvað ætla menn að gera ef það tekst að smala síldinni út?  Á þá að loka fyrir rennuna eða á bara að vakta fjörðinn?  Og hvað ef sprengingarnar valda ófyrirséðum síldardauða þarna?  Segja menn þá bara sorrý og yppta öxlum????

Verður morgundagurinn dagurinn þegar sprengisveitin útrýmdi íslenzku sumargotsíldinni eða verður eftir nægilegt magn til að byggja stofninn upp aftur? 

Hvað ætla menn sér að gera í sambandi við síldargildruna í Kolgrafarfirði.  Það er stóra spurningin sem ég vil fá svar við.


mbl.is Sprengja í Kolgrafafirði á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband