Aðför Páls Magnússonar að RÚV

Það kemur mér ekki á óvart hvernig Páll Magnússon bregst við minni tekjum hjá RÚV.  Það var fyrirséð.  Hitt veldur meiri furðu þetta upphlaup vinstri manna og skilningsleysi  á nauðsynlegri uppstokkun innan þessarar steingeldu stofnunar sem Páll hefur rekið sem sitt prívat einkahlutafélag undanfarin 6 ár með tilheyrandi fríðindum og nepotisma í bland við Vestmannaeyskan hroka og boltaíþróttaaðdáun.

Það er morgunljóst að áherzlur Páls Magnússonar eiga mesta sök á slæmri fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins ohf.  Hann hefur blygðunarlaust eflt íþróttadeild sjónvarpsins á kostnað almennrar dagskrárgerðar og fréttaþjónustu við almenning og kostnaður vegna sjónvarpsréttar frá undanförnum stórmótum er það sem fyrst og fremst bitnar á almennum rekstri.  Af hverju bendir enginn á það?  Og af hverju bendir enginn á nauðsyn þess að RÚV hætti með Rás 2?  Hvað starfa margir skallapopparar hjá RÁS 2? Kannski 100 manns í allt með tæknimönnum og auglýsingasöluliði og vinum og vandamönnum.  Ef Rás 2 er eins mikilvæg og margir segja þá getur hún væntanlega rekið sig sjálf á auglýsingatekjum og þarf ekki að vera baggi á almenningi! Af hverju fara menn ekki í skipulagsbreytingar áður en Páli er leyft að sveifla niðurskurðarhnífnum og fría sig ábyrgð.  En það er það sem stjórnendur RÚV eru að gera.  Þeir nota populisma af lægstu gerð til að afvegaleiða umræðuna.

Í nýjum þjónustusamningi á að gera Íþróttarásina að áskriftarsjónvarpi og einkavæða Rás 2. Með þessu tvennu er hægt að minnka umfang stofnunarinnar þannig að við höfum efni á að reka nútímalegan almenningsmiðil. Það þarf ekki að reka fólk, það þarf bara að breyta rekstrinum.


mbl.is Ekki verið að standa við hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og auðvitað á að byrja á að segja upp öllum þessum gersamlega áþörfu fréttariturum sem hafa sogið sig fasta á spena ríkisútverpsins svo stórsér á spenanum.  Ég taldi einhverntíma saman þá sem oftast eru með pistla og þeir voru 12 minnir mig í flestum heimsálfum. Á tímum alnetsins er þetta auðvitað bilun.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.11.2013 kl. 20:01

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

INGVI HRAFN GETUR EINN REKIÐ SJÓNVARPSTÖÐ- ÁN  STYRKJA- HVAÐ ER ALLT ÞETTA FÓLK AÐ GERA Á ríkissjónvarpinu ????

Erla Magna Alexandersdóttir, 27.11.2013 kl. 20:39

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

N4 og ÍNN og Útvarp Saga eru allt dæmi um skynsamlegan fjölmiðlarekstur. En tilfinningaklámið í kringum RÚV er svo mikið að menn fara offari

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.11.2013 kl. 20:59

4 identicon

Eiríkur er líka ágætur. Fullt af fólki á netinu sem maður les í stað hefðbundinna miðla - sem verða úr sögunni áður en maður veit af.

http://eirikurjonsson.is/cnn-missir-helming-ahorfenda/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband