4.11.2013 | 20:29
Saxast á vinsældir Hönnu Birnu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2013 | 19:35
Dramatísering á þingpöllum
Vísindasamfélagið er í áfalli, örvæntingarfullt og vonlaust ef trúa má fréttaflutningi RUV. Vísindamenn sem æðrast yfir smámunum eru ekki merkilegir vísindamenn. Og það sem átti að blása upp sem stórfrétt er engin frétt. Framlag til rannsókna verður 950 milljónir á næsta fjárlagaári og verður að teljast nokkuð gott. Að ekki verði hægt að samþykkja tugi doktorsverkefna er ekkert endilega vont fyrir þjóðfélagið. Nú þegar er offramleiðsla á doktorum sem engin þörf er fyrir. Og þótt enn verði bið á að við sjáum doktor í sundlaugarfræðum þá held ég ekki að þjóðfélaginu stafi hætta af þeim missi.
Rannís verður bara að forgangsraða í þágu þjóðfélagsins en ekki veita fé í bullrannsóknir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2013 | 13:35
Sögufalsanir Össurar og Steingríms J.
Fjölmiðlamenn sem umgangast sannleikann af einhverri virðingu ættu ekki að taka þátt í fjölmiðlamoldviðrinu sem er í undirbúningi varðandi hvítþvottabækur Össurar og Steingríms J. Þar eru á ferðinni lygnustu stjórnmálamenn samtímans og þótt lengra væri leitað. Alla vega mun ég engu trúa sem þeir segja í bókum sínum nema það sé stutt alla vega 2 óvilhöllum vitnum eða skráð í fundargerðir eða geymt í hljóðupptökum. Össur segist styðjast við dagbókarfærslur sínar en menn sem eru víðkunnir fyrir að hagræða sannleikanum eru varla heiðarlegir þegar kemur að eigin æviminningum.
Þessir 2 ættu að hafa vit á að gefa sagnfræðingum ráðrúm til að skrá söguna í stað þess að endurskrifa hana ala Hannes Hólmsteinn.