Skömm Steingríms Jóhanns

Skömm Steingríms J. er að skuldaleiðrétting Lilju Mósesdóttur skuli nú framkvæmd af Sigmundi Davíð og Bjarna Ben. Því hlýtur Steingrímur að láta sig hverfa úr íslenzkri pólitík og segja af sér þingmennsku ef einhver ærleg taug finnst í þessu kvikindi.

Leiðréttingin fjármögnuð af föllnu bönkunum

Bjarni segir að bankaskattur verði þrefaldaður og hann notaður til að lækka höfuðstól verðtryggðra lána.  Þetta er eina skynsamlega lausnin.  Og þennan bankaskatt hefði getað verið búið að innheimta sl. 4 ár, af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, ef ekki hefði verið fyrir bankavini eins og Árna Pál!  Þess vegna ferst ekki stjórnarandstöðunni að gaspra núna.  Allt sem reynt er að gera núna, er að lagfæra þeirra klúður.  Árni Páll og riddarar skotgrafanna ættu að fara sér hægt í öllum hástemmdum yfirlýsingum þar til Alþingi hefur mótað lagasetninguna sem aðgerðir munu byggja á.  Það er ekki hægt að gera allt fyrir alla en mér sýnist muna um þessa leiðréttingu sérstaklega ef þrotabúin verða látin fjármagna leiðréttinguna.
mbl.is Tímabært að bankarnir taki þátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnasöfnun - Persónuvernd

Það er ljóst að kerfisstjórn hjá Vodafone brást.  Frumskylda allra, sem safna upplýsingum er að þær séu ekki persónugreinanlegar.  Við sem komumst ekki hjá að láta þessar upplýsingar af hendi, verðum að treysta því, að ekki sé hægt að tengja þær innbyrðis eins og virðist raunin hjá Vodafone. En skaðinn er skeður og vonandi fara nú allir internetveitusalar yfir öryggismál sín. það er mjög líklegt að fleiri sem safna upplýsingum hafi ekki sinnt öryggismálum sem skildi. 

Það þarf líka að fara yfir kennsluna í tölvunarfræðum. Gæti verið að þar sé ekki farið í mikilvægi öryggismála hjá kerfisstjórum?  Kannski er ekki hægt að gera nein kerfi 100% hackerproof en þessar tölvuárásir eins og sú sem Vodafone varð fyrir eru vegna öryggisgalla en ekki vegna kerfisgalla.  Þeir sem nýta sér kerfisgalla eru miklu hættulegri.  Þeir skilja ekki eftir nein ummerki og þeir eyðileggja ekkert.

Þess vegna nota ég ekki heimabanka. Ég treysti ekki að bankinn minn skilji áhættuna og geti tryggt örugg viðskipti. Og ég er mjög hugsandi yfir GSM væðingunni.  Fólk virðist vera farið að gera allt með snjallsímum yfir þráðlausar tengingar.  Það er mjög óábyrgt að mínu mati.   Eflum eigið öryggi og verum meðvituð um hættur netsins.  Aðeins með því er hægt að lágmarka skaða af tölvuárásum.


mbl.is Athugaðu hvort þín einkamál séu birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband