Gagnasöfnun - Persónuvernd

Það er ljóst að kerfisstjórn hjá Vodafone brást.  Frumskylda allra, sem safna upplýsingum er að þær séu ekki persónugreinanlegar.  Við sem komumst ekki hjá að láta þessar upplýsingar af hendi, verðum að treysta því, að ekki sé hægt að tengja þær innbyrðis eins og virðist raunin hjá Vodafone. En skaðinn er skeður og vonandi fara nú allir internetveitusalar yfir öryggismál sín. það er mjög líklegt að fleiri sem safna upplýsingum hafi ekki sinnt öryggismálum sem skildi. 

Það þarf líka að fara yfir kennsluna í tölvunarfræðum. Gæti verið að þar sé ekki farið í mikilvægi öryggismála hjá kerfisstjórum?  Kannski er ekki hægt að gera nein kerfi 100% hackerproof en þessar tölvuárásir eins og sú sem Vodafone varð fyrir eru vegna öryggisgalla en ekki vegna kerfisgalla.  Þeir sem nýta sér kerfisgalla eru miklu hættulegri.  Þeir skilja ekki eftir nein ummerki og þeir eyðileggja ekkert.

Þess vegna nota ég ekki heimabanka. Ég treysti ekki að bankinn minn skilji áhættuna og geti tryggt örugg viðskipti. Og ég er mjög hugsandi yfir GSM væðingunni.  Fólk virðist vera farið að gera allt með snjallsímum yfir þráðlausar tengingar.  Það er mjög óábyrgt að mínu mati.   Eflum eigið öryggi og verum meðvituð um hættur netsins.  Aðeins með því er hægt að lágmarka skaða af tölvuárásum.


mbl.is Athugaðu hvort þín einkamál séu birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan eru það þeir sem flissandi dreifa viðkvæmum persónuupplýsingum áfram. Þessi hópnauðgunarstemmning er alveg sérstakt athugunarefni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 12:38

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jamm, við erum upp til hópa undirmálsfólk Elín. Úrkynjuð með slæm gen

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.12.2013 kl. 20:49

3 identicon

Flott hjá Maríu Lilju Þrastardóttur:

http://visir.is/vodafonelekinn-hefur-djupstaed-ahrif-a-salarheill-folks/article/2013131209949

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 21:50

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Svo skeður þetta á versta tíma...Í dimmasta skammdeginu.  Ekki nema von að sálfræðingur vari við

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.12.2013 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband