5.12.2013 | 23:41
Ruglingur
5.12.2013 | 22:35
Þessi kona er ekki í lagi
Hrafnhildur Ragnarsdóttir: Á vissum tímapunkti verða allir karlmenn möguleg ógn
Á vissum tímapunkti verða allir karlmenn möguleg ógn, segir Hrafnhildur Ragnarsdóttir formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar og stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Hún ræddi þá hættu sem hún telur konur stöðugt vera í í viðtali við Ísland í dag á Stöð 25.12.2013 | 22:03
Smjörið og mjólkurkvótinn
5.12.2013 | 12:40
Takið PISA prófið sjálf
Ég svaraði þeim spurningum sem eru aðgengilegar hér og skoraði náttúrulega 100%.
En af hverju eru menn að tala þessa könnun niður eins og til dæmis Ragnar Þór Pétursson? Er íslenska skólakerfið orðið svo þróað að gamaldags kannanir mæla ekki lengur kunnáttu nemenda eða hæfni til að draga rökréttar ályktanir af fyrirfram gefnum forsendum? Hvað kunna þá krakkarnir okkar? Kunna þau bara að nýta sér spjaldtölvur í námi? Er það árangur hinnar nýju skólastefnu sem menn kalla "Skóla án aðgreiningar" Má ég þá biðja um gömlu aðferðirnar sem kallast stagl lærdómur núna en hlítarnám þegar ég var að alast upp. Það þarf nefnilega ekki og á ekki að breyta því sem hefur virkað vel í gegnum aldir. Stundum finnst manni að breytingar í skólakerfinu séu bara háðar einhverjum tízkustefnum frekar en einhverri nauðsyn. Ólafur Garðar Einarsson kom fyrstur og síðan hefur hver ráðherrann af öðrum verið með puttana í skólastarfinu bæði beint og óbeint en oftast til bölvunar. Árangurinn sjáum við svo í lélegri útkomu íslenskra ungmenna í alþjóðlegri samanburðar rannsókn sem er langt í frá gamaldags prófun á gamaldags aðferðum. Við þurfum að vinda ofan af kennsluháttum í grunnskólum. Og byrja á að breyta leikskólunum aftur í gæsluvistir fyrir börn. 5 ára börn eiga ekki að vera í stífu prógrammi sem fylgt er eftir af hámenntuðum leikskólakennurum. það er ávísun á námsleiða strax í fyrsta bekk.
5.12.2013 | 11:51
Langt seilst í hálmstráin
En 23 prósent í skoðanakönnun við þessar hagstæðu aðstæður hljóta því að vera mikið áfall í Valhöll.
Og þessi niðurstaða sýnir altént eitt, sem ekki fer milli mála.
Þegar jafn vandaður og vel gefinn maður og Illugi Jökulsson er farinn að nota slíkar röksemdir í gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkinn þá er málið tapað fyrir andstæðinga þessarar ríkisstjórnar. Alla vega vona ég að aldrei renni upp sá dagur að nokkur ríkisstjórn láti dægursveiflur í skoðanakönnunum hafa áhrif á stefnumál sín. Hvernig Illuga dettur í hug að segja þessa vitleysu sýnir bara hvað vinstri menn eru ómálefnalegir þegar kemur að RÚV. Af hverju eigum við að setja 5 milljarða í þessa lélegu stofnun? Því RÚV er ekki almannafyrirtæki á neinn mælikvarða. Þetta er afþreyingarhæli fyrir gamla poppara og íþrótta-ídíóta fyrst og fremst. Reiði Illuga og félaga ætti auðvitað að beinast að stjórnendum RÚV. það er við þá að sakast en ekki Illuga Gunnarsson. Og ef mönnum finnst almennt að þessi ríkisstjórnin sé að fara út fyrir valdmörk sín og miða þá við vinsældir í skoðanakönnunum, þá held ég ekki að mörgum ríkisstjórnum sé sætt. Og alls ekki þeirri sem sat á undan þessari. Sú stjórn fór þó ansi langt í umboðslausar breytingar á þjóðfélaginu. Sat í 3 ár með 40% fylgi og minna án þess að nokkur gerði alvöru athugasemd. Þannig er bara þetta lýðræðisfyrirkomulag sem við búum við.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2013 | 07:16
Enga afslætti - bara rétt verð!
Ég held að eigendur Múrbúðarinnar hafi hitt naglann á höfuðið með þessu slagorði. Afsláttasvindlið í íslenskri verzlun er löngu hætt að vera bundið við útsölur. Nú byrja menn á að verðleggja vörur upp í rjáfur og síðan er gefinn 20-50 afsláttur, sem er þá hið rétta verð sem verzlunareigandinn miðaði við. Og Neytendasamtökin, verðlagseftirlit ASÍ og Samkeppniseftirlitið taka öll þátt í blekkingarleiknum. Þetta er ótrúlegt. Og lítilsvirðingin gagnvart neytandanum óþolandi.
Varðandi bókaútgáfurnar þá ættu menn að spyrja sig hvort verðið sem stórmarkaðirnir eru að bjóða sé ekki bara rétta verðið samkvæmt verðlagningu bókaútgefenda. Er líklegt að þeir séu að veita stórmörkuðum einhverja magnafslætti? Ég trúi því ekki en ef stórmarkaðir eru að niðurgreiða bækur þá er það brot á samkeppnisreglum, ekki satt? Sem það ekki er því það er margbúið að fara yfir þessi vinnubrögð. Öll bönd beinast því að bókaútgefendum að þeir hafi rangt við og stundi óheiðarleg vinnubrögð. Ekki bara í sambandi við verðlaunaveitingu heldur líka í sambandi við stórfelldar verðlækkanir á bókum strax eftir jól. Ég hef undanfarin ár haft þá reglu að kaupa eingöngu bækur á bókamörkuðum og veit því hversu mikinn afslátt er verið að bjóða. Þetta hafa höfundar orðið að sætta sig við því útgefendamafían virðist hafa gert smánarsamning við rithöfundasambandið og skammtar þeim skít úr hnefa sem alls ekki stendur undir sanngjörnu kaupi við að skrifa bækur.
Við neytendur þurfum að skera á þennan hnút og versla beint við rithöfunda. Það er engin þörf á útgefendum eða bóksölum og það hefur alltaf verið ógeðfellt að kaupa bækur í kjötverzlun.
![]() |
Bókaverslanir vilja ekki vera með |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2013 | 05:35
Keflavíkurlestin
É er sannfærður um að raflest milli Keflavíkur og Reykjavíkur verður að veruleika innan tiltölulega stutts tíma. 5-10 ár í mesta lagi. Og þetta mun gerast þrátt fyrir að hagsmunagæsluaðilar reyni allt til að leggja stein í götu verkefnisins eins og til að mynda þessi nefnd sem nú á að skoða hagkvæmnina. Ístak, Ísavía, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Landsbankinn og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar eru of háð niðurstöðum matsnefndar og eiga alls ekki að koma að hagkvæmnisúttekt slíks verkefnis. Það er áratugareynsla fyrir því hér á landi að annarlegar hvatir ráða þegar hagsmunaaðilar eiga að vera faglegir. Tökum sem dæmi Ísavía. ísavía vill hafa flugvöll í núverandi mynd í Vatnsmýri og ekki breyta neinu. Þeir munu fyrirfram vinna gegn öllum skynsamlegum niðurstöðum varðandi mögulega hagkvæmni lestarsamganga með tilliti til stóraukins fjölda erlendra flugfarþega um Keflavíkurvöll. Eins munu Sveitarfélög á Suðurnesjum telja sér ógnað og þau muni missa af þjónustutekjum ef samgöngur milli Keflavíkur og Reykjavíkur verði fljótar og öruggar og ódýrar. Og svo má spyrja hvaða ástæða er að hafa fulltrúa Ístaks eða Landsbankans í svona nefnd?!! Akkúrat engin ástæða. Nema að ítök peningaaflanna séu orðin svo sterk að verktaka og peningamafían ráði því sjálf í hvaða verkefni sé ráðist, en ekki kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum og á Alþingi!
Niðurstaða Runólfs Ágústssonar er fyrirfram ákveðin. Bara með því að nefna 100 milljarða og háhraðalest, er nefndin búin að hafna framkvæmdinni. En þessi kostnaðartala er út í hött. Við erum að tala um 40 kílómetra vegalengd og fyrr má nú bruðla en að það kosti 25 milljónir á hvern meter!!! Og hver gerir kröfur um háhraðalest? Venjuleg lest myndi duga ágætlega. Ég lýsi yfir vantrausti á skipan þessa starfshóps. Hann mun kosta tugi milljóna, fara í nokkrar dýrar fyllerísreisur og skila síðan þessu fyrirfram áliti sem frestar öllum frekari hugmyndum um áratug eða svo.
Þennan starfshóp á því að leysa upp strax. Og þess í stað ættum við að fela nemendum í háskólanámi úttektina. Ef kennslan stendur undir nafni þá eru fólgin í mannauði nemenda ómetanleg verðmæti. Þennan mannauð eigum við að nýta í verkefni eins og þetta. Ég er sannfærður um að þeir munu koma auga á lausnir sem við hin sjáum ekki eða höfum ekki tækifæri til að láta okkur detta í hug.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)