Næsti Innanríkisráðherra verður að koma utan frá

Ráðuneytið er of mikilvægt til þess að láta pólitíska vanvita sinna þar yfirstjórn.  Með því að kalla til pólitískt óháða manneskju sem nyti víðtæks trausts er hægt að bjarga miklu.  Ragna Erlendsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir finnst mér báðar koma til greina svona í fljótu bragði.  Fagmanneskjur fram í fingurgóma.


Ríkisstjórnin fer með fjárveitingavaldið

Hvað er Árni Páll að rífa kjaft? Það hlusta varla margir á veika gagnrýni stjórnarminnihlutans foot-in-mouth  Þær breytingar sem fjárlög taka eru vegna þrýstings frá fjölmiðlum og almenningi en alls ekki út af nöldri minnihlutans í þingsal. Ef Árni og Katrín hefðu ekki slátrað stjórnlagafrumvarpinu sællar minningar,þá hefði kannski verið hægt að breyta þessu þannig að Alþingi færi í reynd með fjárveitingavaldið. En þau sviku það eins og fleira af sínum stefnumálum. Þess vegna verðum við bara að sætta okkur við að framkvæmdavaldið er í raun einrátt.  Og þegar stjórnarmeirihlutinn á líka dómarana þá er stjórnarskráin einskis virði.  Og þá er stutt í að lýðræðisréttur almennings verði fótum troðinn.  Alla vega hefur forsetinn ekki séð ástæðu til að skjóta deilumálum til þjóðarinnar eftir að ríkisstjórn ríka fólksins tók við..


mbl.is Ríkisstjórnin komin á undanhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem lekamálið hefur kennt okkur

Það sem við eigum að læra af lekamálinu öll sem eitt, er að gera alltaf ráð fyrir að pólitíkusar og embættismenn taki alltaf eigin hagsmuni fram yfir almannahagsmuni.  Lekamálið vatt upp á sig vegna þess að þeir sem málið varðaði brugðust við spurningum fjölmiðlafólks með lygum.

Og köngulóin í lygavefnum var auðvitað ráðherrann sjálfur. Ráðherrann, sem nú hefur hrökklast úr embætti til að þurfa ekki að svara fyrir raunverulega aðkomu sína að myrkraverkum aðstoðarmannanna. Eða trúir einhver því virkilega ennþá að ráðherrann hafi ekki verið upplýst um lekann?  Því ef hún var saklaus, þá hefði hún einfaldlega strax upplýst málið og beðist afsökunar.  En það gerði hún ekki af því hún var flækt í lögbrotið sem aðstoðarmaðurinn framdi. Og þess vegna reyndi hún á öllum stigum að flækjast fyrir rannsókninni með beinum afskiptum af störfum undirmanna sinna.

Og við skulum hafa hugfast að tölvan hennar var aldrei rannsökuð og varla hafa menn þorað að skoða símtölin hennar. Ég gef mér það.

Eini aðilinn sem kemur frá þessum skandal með óflekkað mannorð virðist vera Stefán Eiríksson. Hann var sá eini sem þorði að standa gegn offorsi ráðherrans en það var heldur ekki án afleiðinga fyrir hann. Ráðuneytisstjórinn og lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðu ekki sama siðferðisþrek og Stefán og í því ljósi verðum við að skoða hvort þeim sé stætt í störfum.  Ég segi hiklaust að þær tvær verði að leita sér að öðrum störfum.

Því lærdómurinn af lekamálinu er sá einn að stjórnsýslan er ónýt. Þetta skilur Tryggvi Gunnarsson manna best. Því Umbi er sennilega sá Íslendingur, sem hefur öðlast yfirgripsmesta þekkingu á okkar rotna kerfi. En geta hans til úrbóta er engin þegar fólk eins og Hanna Birna, Sigmundur og Bjarni Benediktsson grafa undan störfum hans bæði beint og óbeint með hjálp niðurrifsafla og leigupenna.

Valdastétt fjórflokksins vill engu breyta. Hún mun halda lygunum áfram vegna þess að hollusta hennar er ekki við þjóðina.  Hollustan er fyrst og fremst við flokkinn.

Lygin er orðin svo stór þáttur í embættisfærslu stjórnvalda að þeir virka eins og einfeldningar ef þeim verður á að segja satt.  Gott dæmi var Jón Gnarr.

 

 


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband