Tilbúið vandamál og ónýtar lausnir

Þegar pólitíkin komst í þrot eins og gerðist í hruninu þá voru viðbrögðin samhæfð eins og hjá björgunarsveitunum. En eins og allir vita þá byggist tilverugrundvöllur björgunarsveitanna á því að fólk er fífl. Enginn axlaði ábyrgð á rangri stefnumörkun allir kepptust um að benda á aðra.  Eftir sat almenningur með ósvaraða spurningu, "Hvernig gat þetta gerst"?

Svipuð staða er nú komin upp í menntamálum þjóðarinnar og í efnahagsmálunum 2005-2008.  Kerfið riðar til falls og enginn þorir að gera neitt. Eitt er samt víst að viðbrögðin verða samhæfð og samæfð.

Það virðist nokkuð augljóst að menntakerfið er ekki lengur skilvirkt. Ástæðan virðist liggja í agaleysi nemenda og kennara. Þegar agavaldið var tekið af kennurunum þá var vegið að grundvelli skólastarfsins.  Nú skipta hæfileikar einstaklingsins og sérkenni engu máli.  Nú er það hópurinn og hópsálin sem allt snýst um.  Og til að virkja þessa stefnu þarf háskólamenntaða leikskólakennara með 5 ára háskólanám á bakinu og 20 milljóna króna námsskuldir. Og álagið á börnin er svo mikið að þau eru orðin leið á skólanum strax í 2.bekk!

Hér þarf að spyrna við fótum og snúa ofan af þessu ónýta kerfi.  Gera leikskólana aftur að félagsheimilum fyrir börnin og skólann að menntastofnun en ekki uppeldisstofnun.  Með því að fækka kennurum má bæta kjör hinna.  Leikskólakennarar eru óþarfir og því má verulega bæta kjör almennra kennara á grunn og framhaldsskólastiginu.

Á háskólastiginu þarf líka að gera róttækar breytingar.  Hér er of mikið framboð af óþörfum námsgreinum í of mörgum stofnunum.  Enda kröfur til nemenda alltof vægar.  Til að kenna lélegum nemendum þarf ekki beztu kennarana.  Þess vegna höfum við svo mikið af 3. flokks háskólafólki sem skaðar menntunarstig þjóðarinnar í stað þess að auka það miðað við allan þann fjölda sem útskrifast í dag með háskólagráður en litla menntun.

Tilvísun


Það gæti verið verra

Þolgæði er hugtak sem lýsir best íslenzkum almenningi. Því það er alveg sama hve ástandið er slæmt.  Við vitum að það gæti verið svo miklu verra.

Við gætum til dæmis setið uppi með Þóru Arnórs sem forseta og Ísland innlimað í ESB.


Ríkisstjórnin hefur ótakmarkað umboð til að ljúga

Þessi nýja túlkun, að umboð stjórnmálaflokka takmarkist við stefnumál sem borin eru upp í aðdraganda kosninga, er jafn fáránleg og rök Árna Páls, að með því að taka stjórnarskrármálið af dagskrá á síðasta þingi, hafi í raun verið að þoka málinu áfram.

Fyrr en við gerum breytingar á stjórnarskránni í anda tillagna Stjórnlagaráðs, þá sitjum við uppi með óheiðarleg vinnubrögð stjórnmálamanna þar sem allt snýst um völd en minna hirt um þjóðarhag.

Atkvæðaseðillinn jafngildir óútfylltum víxli til 4 ára og með því að lýsa því yfir að menn gangi óbundnir til kosninga þá hafa kjósendur akkúrat enga tryggingu fyrir því að landinu verði stýrt í samræmi við þeirra vilja.  Afleiðingarnar eru kunnar.  Menn kjósa taktískt í stað sannfæringar og sitja svo uppi með Svarta-Pétur eftir kosningar. 

Í stað þess að játa ósigur í ESB málinu grípa nú margir til lágkúrulegra raka í örvæntingu yfir töpuðum málstað. Sérstaklega er þetta áberandi meðal Samfylkingarfólks, sem beinlínis grundvallaði stefnu flokksins á aðild að ESB.  Nú þarf þetta fólk að hugsa stefnuna upp á nýtt.  Það kann að verða erfitt með sama þreytta liðið í fararbroddi.

Á meðan situr ríkisstjórnin með pálmann í höndunum og getur í krafti baktjaldamakks og helmingaskipta farið sínu fram. Enda er þetta fyrst og fremst ríkisstjórn forsetans ekki ríkisstjórn fólksins þótt þeir hafi meirihluta þingmanna.  Á meðan forsetinn verndar þessa ríkisstjórn þá situr hún.  Skiptir engu hvað gert verður.  Þeir hafa ótakmarkað umboð kjósenda.


mbl.is Hafa ekki umboð til að ákveða þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband