22.1.2016 | 21:35
Latir þingmenn
Verkstjórnin á Alþingi er í molum. Þar er fátt rætt af viti og þingmenn komast upp með slugs og vinnusvik. Sumir eru jafnvel í fullri vinnu við eitthvað allt annað en þingmennskuna eins og háskólanám, ritstörf eða rekstur bújarða. Þetta er látið viðgangast þrátt fyrir að mörgum sé ljóst að mjög margt þurfi að hugsa upp á nýtt og margt að bæta í þessu þjóðfélagi. Núna til dæmis er þörf heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar í brennidepli og margir orðnir þreyttir á úrræðaleysi alþingismanna í þessum málaflokkum.
Svo gerist það að einstaklingur úti í bæ tekur til sinna ráða og hrindir af stað undirskriftasöfnun um að ákveðnum hluta vergra þjóðartekna sé ráðstafað til heilbrigðismála. Og þá rumska einstaka latir þingmenn og finna þessu átaki allt til foráttu. Þeir sjá bara ekki útfyrir kassann. Þetta snýst nefnilega ekki um annað hvort eða. Þetta snýst ekki um að skera niður fæðingarorlof eða hækka skatta. Þetta snýst um nýja þjóðfélagsgerð þar sem allir leggja sitt af mörkum með tilliti til getu. Þetta snýst um að til þingmennsku veljist fólk sem er ekki hrætt við að hugsa útfyrir kassann. Og hafi þá mannkosti til að bera að segja sérhagsmunagæslunni stríð á hendur.
Í þessu tilfelli hefur verið talað um að krafan um meira fé til heilbrigðiskerfisins þýði 50 milljarða aukningu. Kannski er það svo og þá verður bara svo að vera. En þessir peningar eru til og það ætti að vera tiltölulega auðvelt að innheimta þá. En það krefst ákveðinnar vinnu af alþingismönnum að leggjast nú yfir skatta og fyrirtækjalöggjöfina til að koma í veg fyrir skattaundanskot sem talin eru vera ígildi 80 milljarða.
Ég er viss um að reyndir lögmenn eins og Brynjar Níelsson veit hverju þarf að breyta í löggjöfinni en hann nennir því ekki.
Og það eru ekki bara skattsvikin sem þarf að uppræta. Það þarf líka að koma í veg fyrir kennitöluflakkið og breyta gjaldþrotalögunum. Taka allan pakkann.
Gjafakvótakerfið er svo annað óréttlætið sem þarf að koma böndum á. Þar eigum við varlega áætlað 40 milljarða í óinnheimtu hráefnisgjaldi.
Þannig að það er ekki til setunnar boðið fyrir þingmenn sem hyggja á endurkjör. Hættið að vera fávitar og farið að vinna fyrir þjóðina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2016 | 12:50
Taka þarf völdin af óhæfum ráðherrum
Kristján Þór er einn allra lélegasti ráðherra sem við höfum setið uppi með eins langt aftur og ég man. Hann er meira að segja verri en Ragnheiður Elín og er þá langt til jafnað. Þessi vikapiltur Þorsteins Más fékk í fangið málaflokk sem er honum ofviða að setja sig inní og það er greinilegt að hann situr bara í skjóli Bjarna Ben verklaus og verkkvíðinn vikapiltur.
Þess vegna er frábært að við höfum fengið mann eins og Birgi Jakobsson í embætti landlæknis og Kára Stefánsson til að styðja við starfið á Landspítalanum. Birgir með stefnumörkun og Kári með kjaftinn og peningana sem hann, ólíkt öðrum ofurríkum Íslendingum, er ófeiminn við að ráðstafa í almannaþágu.
Ég er viss um að þessi vakningar herferð Kára mun skila sér í meira fjármagni til heilbrigðiskerfisins. Og jafnframt hljóta stjórnmálamenn að setjast yfir þær athugasemdir sem landlæknir hefur sett fram varðandi vaxandi einkavæðingu innan sjúkrahúsanna. Þar þarf að snúa við blaðinu samfara bættum hag Landspítala - Háskólasjúkrahúss.
Einkavæðingaráform Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðiskerfinu njóta ekki almenns stuðnings og þau verður að stoppa og vinda ofan af því sem látið hefur viðgangast undanfarin ár. Best væri ef skipt yrði um ráðherra þessa málaflokks og sett í starfið manneskja sem vill og getur. Kristján er einn af þessu andverðleikafólki sem við þurfum að losna við.
![]() |
Kári safnar undirskriftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2016 | 02:50
Salek mun engu breyta
Þessi nýji samningur sem skrifað var undir í gær staðfestir enn og aftur hversu erfitt er fyrir aðila vinnumarkaðarins að breyta hefðinni í kjarasamningagerðinni. Að þeir skuli enn og aftur byggja samninga á prósentuhækkunum launa tryggir hér áframhaldandi átök vegna óföfnuðar, þvert á tilganginn með þessu nýja vinnumarkaðsmódeli sem átti að búa til með Salek samkomulaginu.
Ég hef lengi talað fyrir að við breytum því hvernig við höfum starfað í meira en sextíu ár. Það þarf að draga úr yfirvinnu og hækka dagvinnulaunin. Ég tel að það sem við gerðum í dag vekji vonir um að svo geti orðið.
Þetta segir Guðmundur Ragnarsson á heimasíðu sinni, sm.is Þssi maður gerir sér enga grein fyrir stóru myndinni. Þess vegna grasserar hér launaskrið og launaójöfnuður í þjóðfélaginu.
Þeir lægstlaunuðu semja um prósentuhækkanir sem ganga upp allan stigann og veldur vaxandi ójöfnuði. Þessu verður að vinda ofan af. Semjið næst um krónutöluhækkun og tryggið að enginn fái meiri hækkun en sem nemur þessari upphæð. Það er jöfnuður og réttlæti.
Núverandi kerfi ýtir undir óstöðugleika með tilheyrandi víxlhækkunum launa og verðlags. Jafnvel hagfræðingar ASÍ hljóta að átta sig á þessari geðveiki.
![]() |
Skrifað undir SALEK-samkomulagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2016 | 01:52
Hlýtur að varða við lög um ráðherraábyrgð.
Ráðherra sem með stjórnsýsluákvörðunum sínum veldur ríkissjóði skaða upp á milljarða hlýtur að falla undir skilgreiningu laganna um stórfelldan skaða. Um lögin segir á Wikipedia:
Á Íslandi bera ráðherrar, sem æðstu handhafar framkvæmdarvalds, ábyrgð gagnvart Alþingi skv. 14. gr. stjórnarskrárinnar og kallast þessi ábyrgð ráðherraábyrgð. Ráðherraábyrgðin greinist í pólitíska ábyrgð annars vegar og hins vegar lagalega ábyrgð.
Pólitíska ábyrgðin felst í því að ráðherra verður að hafa traust meirihluta þingmanna ellegar getur Alþingi samþykkt vantrauststillögu gegn ráðherranum og neyðist þá ráðherra til að segja af sér.
Lagalega ábyrgðin felst í því að meirihluti Alþingis getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur hans og skal kæran sett fram sem tillaga til þingsályktunar.
Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð ber ráðherra refsiábyrgð í þrenns konar tilvikum[2]:
- Ef hann brýtur gegn stjórnskipunarlögum landsins (stjórnarskránni)
- Ef hann brýtur gegn öðrum lögum
- Ef hann misbeitir stórlega valdi sínu eða framkvæmir nokkuð eða veldur því að framkvæmt sé nokkuð sem stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.
Einungis Landsdómur getur dæmt eftir þessum lögum. Brot gegn lögunum varða embættismissi, sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Dómar Landsdóms eru fullnaðardómar og verður ekki áfrýjað.
Framganga Sigurðar Inga sem ráðherra hlýtur að vera öllum áhyggjuefni. Umdeildar ákvarðanir hans og málafylgja hefur kostað ríkissjóð milljarða í auknum útgjöldum og hann á sér engar málsbætur. Píratar hljóta að semja og leggja fram þingsályktun um að ráðherrann víki strax ellegar verði hannn saksóttur á grundvelli brota á 14.gr stjórnarskrárinnar.
Þjóðin á engan annan bandamann á Þingi en Pírata. Það er því til þeirra fyrst og fremst sem við horfum til að vekja athygli á spillingunni og samtryggingunnni sem er innmúruð í fjórflokkinn.
![]() |
Kostar ríkið að minnsta kosti 1,2 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2016 | 01:01
N1 útúrsnúningurinn
Það er augljóst að Bjarni er bullandi vanhæfur í embætti fjármálaráðherra. Að svona nánir fjölskyldumeðlimir séu virkir gerendur í þessari pólitísku spillingu, ætti að vera svo augljóst tilefni afsagnar fyrir Bjarna Ben, að það á ekki að þurfa að benda honum á það. En fyrst enginn ærlegur alþingismaður finnst sem þorir að nefna það. Þá ætla ég að gera það. Það þýðir ekki fyrir Bjarna að þykjast ekkert vita um fjármálavafninga frænda sinna. Og það þýðir ekkert fyrir Bjarna að skýla sér bakvið einhverja armslengdarreglu þegar það er hann sem skipar það fólk sem ber hina opinberu ábyrgð. Hann þarf ekki einu sinni sjálfur að hafa afskipti af þeim málum. Til þess eru ótal skósveinar tilbúnir að ganga erinda valdhafanna hverju sinni. Þetta er sá veruleiki sem við okkur almenningi blasir. Og það er þetta sem mótar afstöðu okkar til þess hvort hér sé spilling og hversu mikil hún sé. Hún er nefnilega alltumlykjandi eins og þokan. Og það er dæmigerður popúlismi að biðja um rannsókn á þessum gjörningi. Sú rannsókn mun ekkert skíra og engu breyta.
Og áður en kjörtímabilinu lýkur verða vinir og klíkufélagar stjórnarherranna búnir að taka til sín helstu bitana úr eignasöfnum viðskiptabankanna og Seðlabankans, allt eftir gömlu helmingaskiptareglunni. Og eftir næsta hrun mun heldur enginn bera ábyrgð! Megi veldi Engeyinga dafna og blómgast í skjóli spillingar. Þeim hlýtur að vera skítsama um heiðarleika, sóma og æru. Enda glötuðu þeir því með vafningnum fræga þegar þeir tóku snúninginn á Glitni til bjargar Sjóvá.
![]() |
Hef ekkert með stjórn bankans að gera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |