Salek mun engu breyta

Þessi nýji samningur sem skrifað var undir í gær staðfestir enn og aftur hversu erfitt er fyrir aðila vinnumarkaðarins að breyta hefðinni í kjarasamningagerðinni.  Að þeir skuli enn og aftur byggja samninga á prósentuhækkunum launa tryggir hér áframhaldandi átök vegna óföfnuðar, þvert á tilganginn með þessu nýja vinnumarkaðsmódeli sem átti að búa til með Salek samkomulaginu.

„Ég hef lengi talað fyrir að við breytum því hvernig við höfum starfað í meira en sextíu ár. Það þarf að draga úr yfirvinnu og hækka dagvinnulaunin. Ég tel að það sem við gerðum í dag vekji vonir um að svo geti orðið.“

Þetta segir Guðmundur Ragnarsson á heimasíðu sinni, sm.is  Þssi maður gerir sér enga grein fyrir stóru myndinni. Þess vegna grasserar hér launaskrið og launaójöfnuður í þjóðfélaginu.

Þeir lægstlaunuðu semja um prósentuhækkanir sem ganga upp allan stigann og veldur vaxandi ójöfnuði. Þessu verður að vinda ofan af.  Semjið næst um krónutöluhækkun og tryggið að enginn fái meiri hækkun en sem nemur þessari upphæð.  Það er jöfnuður og réttlæti.

Núverandi kerfi ýtir undir óstöðugleika með tilheyrandi víxlhækkunum launa og verðlags.  Jafnvel hagfræðingar ASÍ hljóta að átta sig á þessari geðveiki.


mbl.is Skrifað undir SALEK-samkomulagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband