28.1.2016 | 13:02
Loksins umræða um TISA
http://nordichouse.is/event/tisa-open-meeting/
Opinn fundur í boði Dögunar(Stjórnmálaafls) í salnum í Norrænahúsinu Vatnsmýri, klukkan 8 í kvöld fimmtudag 28 janúar.
Fundarstjóri: Benedikt Erlingsson leikari og leikstjóri.
1. Bergþór Magnússon fulltrúi úr samninganefnd Íslands um TISA kynnir samningaviðræðurnar
2. Gunnar Skúli Ármannsson fulltrúi Dögunar
3. Kristinn Hrafnsson starfsmaður Wikileaks
Fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi hefur verið boðið á fundinn og óskað er sérstaklega eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
A) Hvað vitið þið um samningaviðræðurnar?
B) Vitið þið meira en almenningur?
C) Eruð þið hlynnt eða andvíg því að Ísland taki þátt í TISA samningaviðræðunum?
D) Eruð þið hlynnt eða andvíg því að TISA samningurinn verði samþykktur án umræðu á Alþingi?
E) Eru þið hlynnt eða andvíg því að TISA samningurinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Þetta er löngu tímabært framtak því þátttaka okkar í þessum samningaviðræðum hefur staðið lengi en farið dult. Í hvers umboði er líka óljóst því talað er um að undirritun þessa samnings feli í sér fullveldisafsal. Þeir sem ekki komast á fundinn geta hlustað á beina úsendingu á http://livestream.com/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2016 | 12:38
Ætti að vera forsíðufrétt!
Þökk sé kvótabröskurum þá virðist sem fréttir um komu nýrra skipa sé orðið hálfgert feimnismál. Ég minnist til dæmis ekki að hafa séð frétt um þegar nýjasta fjölveiðiskip Granda kom til landsins. Sá bara frétt um aflabrögð í fyrstu veiðiferð grafin inní miðju blaði. Þetta ætti að vera umhugsunarefni fyrir þá sem starfa í greininni. En kannski líka áminning fyrir fjölmiðla um að það er fleira fréttnæmt en skætingur á fésbók. Það á að vera forsíðufrétt stærstu blaða og fyrsta frétt á RUV þegar nýtt skip bætist við flota landsmanna. Sérstaklega þegar um er að ræða útgerð sem hefur vaxið úr nánast engu. Ég óska Flosa Jakobssyni til hamingju með þessi tímamót í útgerðinni.
![]() |
Bolvíkingar fögnuðu nýjum togara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2016 | 11:40
Atómljóð
Á Hlemmi stjórnmálanna standa 6 vagnar í röð.
- Leið A Reykjavík-Brussel (Hraðferð)
- Leið B Reykjavík-Sauðárkrókur-Fljótshlíð
- Leið D Garðabær-Flórída-Tortilla
- Leið S Reykjavík-Brussel
- Leið V Rekjavík-Bakki (UM Vaðlaheiðargöng)
- Leið þ Hlemmur-Alþingi
Og fólkið ráfar um í leit að réttum vagni. Flestir forðast Leið D, sem sker sig úr. Það er nefnilega ekki venjulegur strætó heldur lúxusrúta frá Kynnisferðum í stæðinu. Og Leið A er víst ekki lengur á leið. LÍN gerði fjárnám í vagninum en farþegum bent á leið S í staðinn. Þegar líður að brottför er ljóst að flestir munu velja leið Þ.
28.1.2016 | 10:14
Áhyggjur Birgittu réttmætar
Hugmyndafræðilegur tilveruréttur Pírata er svo veikur að í raun getur tiltölulega fámennur hópur yfirtekið hreyfinguna. Ekki bara frjálslyndir hægri menn heldur ekki síður vinstri sinnaðir forræðishyggjusósialistar. Einn slíkur flaut inn í borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu kosningum.
Píratar þurfa því að þétta raðirnar og fara að starfa eins og alvöru stjórnmálaafl. Koma upp á yfirborðið með skýra pólitíska sýn á það samfélag sem það vill byggja upp. Það er greinilega mikil óánægja með flokkana á þingi en þessarar skoðanakannanir eru ómarktækar að því leyti að mjög fáir taka afstöðu í því úrtaki sem valið er.
En Píratar eru alltof værukærir í vímu velgengninnar. það er bara 1 ár og 3 mánuðir í næstu alþingiskosningar og það er ekki langur tími. Ef Píratar vilja tryggja sitt fylgi verða þeir að fara að tala einum róm um grunngildin. Ef grunngildin ganga gegn frjálshyggustefnunni þá þurfa menn ekkert að óttast því kjósendur sjá í gegnum pólitísku loddarana en ef grunngildin eru óljós þá er eins líklegt að allt springi framan í þá eins og gerðist með Borgarahreyfinguna og Dögun.
![]() |
Vill frjálshyggjumenn úr Pírötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)