26.2.2016 | 14:09
Gáta dagsins
Þessi orð eiga eftir að lifa höfundinn. Hver er höfundurinn og hvernig var Landeyjarhöfn hönnuð?
Ábendingar skipstjóra Herjólfs um að ný ferja ein og sér dugi ekki m.t.t. siglinga eru réttmætar, að mínu mati. Það þarf að bæta aðstæður fyrir utan Landeyjahöfn ef ætlunin er að ná að sigla þangað jafnoft og stefnt var að í upphafi . Þrátt fyrri einlægan vilja hefur hvorki innlendum né erlendum sérfræðingum enn tekist að leggja verkfræðileg drög að þeim breytingum. Hafnir eru ekki hannaðar á servéttum eða í myndvinnsluforritum. Það tekur tíma að finna lausn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2016 | 13:31
Moldvörpurnar í Stjórnarráðinu
Enginn vill hafa moldvörpu í garðinum hjá sér. En það er erfitt að varast þær fyrr en skaðinn er skeður. Menn þekkja eðli moldvörpunnar, sem er að hola innan jarðveginn til að búa í haginn fyrir sjálfa sig og sína. Það gerir hún með því að búa til ótal flóttaleiðir til að tryggja undankomu fyrir sig og sína þegar garðeigandinn dettur ofan í holurnar sem grafnar hafa verið
Kristján Þór er svona moldvarpa. Hann er búinn að undirbúa jarðveginn (grafa holuna). Myrkraverkin unnin undir yfirborðinu. Mjög fáir vissu hvað Kristján var að bauka í ráðuneytinu og nú er of seint að stoppa meindýrið.
Í holuna eiga að fara 10% af framlagi ríkisins til heilsugæslunnar í landinu. Og þetta mun renna í vasa forréttindahópa í röðum þeirra efnameiri samkvæmt hugmyndum moldvörpunnar í heilbrigðisráðuneytinu.
Pössum okkur á moldvörpunum!
![]() |
Heilsugæsla fjármögnuð eftir gæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2016 | 00:10
Sniðgöngum Stjórnarskrá Alþingis
Nauðsynlegar umbætur til að tryggja betra og ábyrgara þjóðfélag komast ekki á dagskrá af því Alþingi heldur stjórnarskránni í gíslingu. Stjórnarskráin, þótt ófullkomin sé er grundvöllur þjóðskipunarinnar og á henni byggja klíkurnar völd sín í gegnum þetta rotna fulltrúalýðræði ójafnræðis og mismununar atkvæðarétta. Það er ástæðan fyrir því að tilraun fólksins til að setja sér stjórnarskrá hefur nú endanlega verið slátrað með þessum málamyndagerningi sem felst í tillögum stjórnlaganefndar þingsins.
- Þess vegna skora ég á alla að sniðganga algerlega þessa svívirðu sem Alþingi ætlar að fremja gagnvart þjóðinni.
- Við skulum ekki ræða þessar tillögur
- Við skulum ekki greiða atkvæði um þessar tillögur
- Og við skulum kjósa forseta sem mun beita 26. greininni
- Og við skulum henda þessum svikurum útaf þingi í næstu kosningum og skila stjórnarskrárvaldinu aftur til þjóðarinnar
![]() |
Gæti losað um stíflu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |