Moldvörpurnar í Stjórnarráðinu

moldvörpuhola-1Enginn vill hafa moldvörpu í garðinum hjá sér. En það er erfitt að varast þær fyrr en skaðinn er skeður. Menn þekkja eðli moldvörpunnar, sem  er að hola innan jarðveginn til að búa í haginn fyrir sjálfa sig og sína. Það gerir hún með því að búa til ótal flóttaleiðir til að tryggja undankomu fyrir sig og sína þegar garðeigandinn dettur ofan í holurnar sem grafnar hafa verið

Kristján Þór er svona moldvarpa. Hann er búinn að undirbúa jarðveginn (grafa holuna). Myrkraverkin unnin undir yfirborðinu. Mjög fáir vissu hvað Kristján var að bauka í ráðuneytinu og nú er of seint að stoppa meindýrið.

Í holuna eiga að fara 10% af framlagi ríkisins til heilsugæslunnar í landinu. Og þetta mun renna í vasa forréttindahópa í röðum þeirra efnameiri samkvæmt hugmyndum moldvörpunnar í heilbrigðisráðuneytinu.

Pössum okkur á moldvörpunum!


mbl.is Heilsugæsla fjármögnuð eftir gæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband