8.3.2016 | 21:31
Leitið og þér munuð finna í Bauhaus
Þessa gufuvél ætla ég að nota til að móta við. Þeim sem eru í sömu hugleiðingum er bent á að þetta tæki var á útsölu í Bauhaus fyrir viku. Eina verslunin á Íslandi, mér vitanlega, sem selur svona tæki
8.3.2016 | 18:24
Áminning til tryggingafyrirtækja
Sem betur fer er hér lítið um skaðabótaskyld tjón eða slys.. Fáir skipsskaðar, engin flugslys og fáir stórbrunar. Þetta er ekki tryggingafyrirtækjunum að þakka. Allt forvarnarstarf er til dæmis á kostnað opinberra aðila. Þessar staðreyndir skýra þann gríðarlega arð sem nú er ætlunin að taka út út félögunum. Þetta sýnir að félögunum stýra fávitar og eigendurnir eru gráðug fífl sem ekki skilja eðli tryggingarstarfsemi. Hér þarf nefnilega ekki mörg stór tjón til að ógna fjárhagsstöðu allra okkar tryggingarfélaga. Þá væri betra að geta gripið til gömlu bótasjóðanna til að mæta mögulegu tjóni. Breytingar á reikningsskilareglum réttlæta ekki þjófnað fyrir opnum tjöldum. Hvað vissu innherjarnir sem aðrir vissu ekki???
![]() |
Mikill missir að þessu húsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2016 | 17:44
Heimska eða hugsunarleysi?
Menningarráðherra Bretlands segir að dagblöðum og tónlistariðnaðinum stafi ógn af viðbótum fyrir vefvafra sem fela auglýsingar og kallar fyrirtæki sem búa þau til verndargjaldsbraskara. Hann hyggst hefja viðræður við hagsmunaaðila til að taka á vandanum.
Það er greinilegt á þessum ummælum, að Bretar eiga enga sér enga stjórnarskrá og þeim eru mannréttindi lýðsins lítt að skapi. En við megum líka alveg eiga von á svona skoðunum hjá íslenskum ráðherrum sem sjá ógnanir allsstaðar í stað tækifæra. Fyrir það fyrsta þá er auglýsingaiðnaðurinn ófreskja sem herjar á saklausa neytendur með mjög svo aggressivum hætti. Auglýsendur eru löngu hættir að vekja athygli á vörum sínum. Núna hóta þeir neytendum. "Kauptu þetta,kauptu hitt" , annars taparðu góurinn. Það að fyrirtæki kaupi þessa þjónustu þýðir ekki að enginn myndi eiga viðskipti annars. Til hvers eru til dæmis ríkisstofnanir að kaupa sér rándýrar auglýsingar?
Netöryggi er mér mikið alvöru og hjartans mál. Og ég stend vörð um mitt netöryggi með því að nota viðbætur sem loka á þessar hvimleiðu auglýsingar. Og ekki bara það, heldur slekk ég líka á scriptum og segi mínum vafra að senda aldrei tracking upplýsingar frá minni IP tölu. Það getur því alls ekki talist vera ógn fyrir auglýsingakaupendur þótt menn noti þau verkfæri sem tiltæk eru til að verjast þessari innrás í einkalíf sitt, þegar það er gert af öryggisástæðum.
Miklu nær væri að setja reglur sem tryggja netöryggi og þar er ég sérstaklega með símana og öppin í huga. Öppin eru hættulegust. Þau eru nefnilega að gera það sem spyware og vírusar gerðu áður fyrr. En samt er enginn sem hefur áhyggjur af því!
![]() |
Deilir hart á auglýsingasíur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2016 | 16:40
Úrhrökin eru líka fólk!
Skilyrt ábyrgð er engin ábyrgð. Árni segist axla ábyrgð, en með þeim fyrirvara að hann hafi ekkert gert rangt. Samt sér hann ástæðu til að afsala sér nýjasta bitlingnum sem "FLokkurinn" útvegaði honum.
Til að fyrirbyggja ákæru frá hugsanalöggunni úr VG, þá tek ég fram, að notkun orðsins úrhrak er ekki á neinn hátt notuð hér í niðrandi merkingu. Heldur einungis verið að vísa til þess, að téður sjálfstæðismaður, Árni Sigfússon hefur á starfsferli sínum verið hrakinn úr hverju starfinu á fætur öðru. Fyrst var hann hrakinn úr oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Borginni vegna lélegs kosningaárangurs. Þá fékk hann starf sem oddviti og bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þeim ferli lauk svo með ósköpum. Því nærri lá að hann setti það bæjarfélag í gjaldþrot með gáleysislegri meðferð almannafjár. En þessi ferill Árna stöðvaði ekki Bjarna Benediktsson í að fela þessum skjólstæðingi flokksins starf, sem fólst í smá einkavinavæðingu rafrænna skilríkja. Og til að bæta um betur var Ragnheiður Elín ekki heldur vandlát á val í úthlutunarnefnd Orkusjóðs. En nú hafa illar tungur hrakið hann úr þeirri nefnd og fokið í sum skjól í bili. En ekki örvinglast Árni, það koma alltaf nýjar nefndir og ný tækifæri svo lengi sem flokkurinn hefur einhver völd!
![]() |
Ég mun axla ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2016 | 15:36
Hagvöxtur og sjálfbær lífsstíll
Á mínu heimili var hagvöxtur neikvæður um 10% fyrstu 2 mánuði ársins. Þetta er ekki á kostnað velmegunar heldur vegna minimalísks lífsstíls. Þetta segi ég ekki til að aðrir taki uppá því sama. Enda hef ég ekki predikað mínar lífsskoðanir á samfélagsmiðlum eða dottið í hug að stofna baráttuhóp á fésbókinni.
Í raun þá er minn lífsstíll ekki til eftirbreytni ef lagður er á hann mælikvarði hagfræðinnar. Því ef allir gerðu eins og ég þá myndi verða alvöru kreppa í landinu. Sorphirða myndi verða hlutastarf,kjötvinnsla leggjast af, bílainnflutningur stórlega dragast saman, og starfsemi tryggingarfélaga yrði sjálfhætt. Svo fátt eitt sé nefnt.
Allir sjá að dólgaþjóðfélagi græðgishyggjunnar yrði stór hætta búin ef svona hugmyndir ná að gerjast. Þess vegna gengur áróðurinn út á sífellt aukinn hagvöxt. Og það án þess að menn velti fyrir sér neikvæðum áhrifum þessarar eilífu hagvaxtarkröfu. Aukið stress, kulnun og lífsstílssjúkdómar eru afleiðingar neysluhyggjunnar.
Og neyzluhyggjan er undirstaða hagvaxtar!
8.3.2016 | 14:41
Samtrygging græðgi og andverðleika
Græðgisvæðingin byggir á samtryggingu viðskiptalífs , stjórnmála og eftirlits. Við sjáum þetta alls staðar og allir vita að svona hefur þetta alltaf verið og því verður ekki breytt. Þetta moldviðri núna í sambandi við arðinn hjá tryggingafélögunum mun ekki hafa nein eftirköst. Arðurinn mun fara til fjárfestanna og athyglin fer á eitthvað annað. Samtrygging hagsmuna klíkunnar tryggir það. Tilhvers annars að vera að standa í þessu? Heldur einhver að gróðapungar séu að fjárfesta í almannaþágu? Heldur einhver að menn tryggi sig ekki gegn áhættu í viðskiptum? Það gera menn svo sannarlega en þó ekki hjá tryggingarfélögunum. Þeir tryggja sig með ítökum hjá pólitíkusum og flokkseigendum fyrst og fremst. Tryggingarfélögin og bankarnir sjá bara um að mjólka almenning í þágu þessara örfáu manna sem nota lífeyrissjóðina til að kaupa sér völd og áhrif. Lífeyrissjóðirnir firra sig alltaf ábyrgð. Þannig tryggja þeir að ekki verði hróflað við þeirra hagsmunum á Alþingi.
Man einhver eftir Borgunarmálinu lengur?
![]() |
Stjórn VÍS gerð afturreka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |