Samtrygging græðgi og andverðleika

Græðgisvæðingin byggir á samtryggingu viðskiptalífs , stjórnmála og eftirlits. Við sjáum þetta alls staðar og allir vita að svona hefur þetta alltaf verið og því verður ekki breytt. Þetta moldviðri núna í sambandi við arðinn hjá tryggingafélögunum mun ekki hafa nein eftirköst. Arðurinn mun fara til fjárfestanna og athyglin fer á eitthvað annað. Samtrygging hagsmuna klíkunnar tryggir það.  Tilhvers annars að vera að standa í þessu?  Heldur einhver að gróðapungar séu að fjárfesta í almannaþágu?  Heldur einhver að menn tryggi sig ekki gegn áhættu í viðskiptum? Það gera menn svo sannarlega en þó ekki hjá tryggingarfélögunum. Þeir tryggja sig með ítökum hjá pólitíkusum og flokkseigendum fyrst og fremst. Tryggingarfélögin og bankarnir sjá bara um að mjólka almenning í þágu þessara örfáu manna sem nota lífeyrissjóðina til að kaupa sér völd og áhrif.  Lífeyrissjóðirnir firra sig alltaf ábyrgð. Þannig tryggja þeir að ekki verði hróflað við þeirra hagsmunum á Alþingi.

Man einhver eftir Borgunarmálinu lengur?


mbl.is Stjórn VÍS gerð afturreka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband