Er Björn Valur þá subba?

bjorn valurFiskistofustjóri segir að brottkastið á Kleifaberginu sé subbuskapur af verstu sort. Margir geta tekið undir það.  En varla Björn Valur sem er í þeirri stöðu að hafa borið fulla ábyrgð á subbuskapnum til fjölda ára sem stýrimaður og skipstjóri á því ágæta skipi.

Dálítið óþægileg staða fyrir yfirsprittara Vinstri Grænna. Manns sem hefur tekið sér það vald á undanförnum árum að draga menn í dilka.


mbl.is „Subbuskapur af verstu gerð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert svigrúm fyrir mannlega nálgun

Sigríður Andersen er fáviti.  Það er bara ekkert hægt að orða það öðruvísi. Hvað ætlar hún að hræra oft í þessum útlendingalögum þar til búið er að sníða alla agnúa af?  Þessar breytingar sem hún þykist tilbúin með eru víst þær þriðju á þeim 2 árum sem lögin hafa verið í gildi. Vel gert Alþingismenn!!


mbl.is Einfalt að leiðrétta þessi mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskmarkaðir svindla líka

Á meðan kerfið er óréttlátt mun verða svindlað. Það kom fram í þættinum Kveik, að það er landlægt viðhorf alls staðar að það er bara fullkomlega réttlætanlegt að svindla á þessu kerfi.  Þetta á að vera útgangspunkturinn í umræðunni.  Ekki að hneykslast og setja upp vandlætingarsvip og kenna öðrum um.

Allir sem starfa í greininni bera sameiginlega ábyrgð. Stjórnvöld eru dálítið stikkfrí því þau hafa fyrir löngu framselt vald sitt til hagsmunaaðila í greininni og fjármálastofnana.

Á meðan kvótakerfið er við lýði verður alltaf svindlað.  Það eru beinlínis innbyggðir hvatar í kerfinu til þess að gera mönnum það kleif(aberg)t.


mbl.is „Brottkast og svindl er ólíðandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboðslaus ráðherra

Þorgerður Katrín getur ekkert gert í brotalömum kerfisins þótt hún vildi. Ekki vegna þess að hún sé starfsráðherra heldur vegna þess að ráðuneytinu er stjórnað af hagsmunaasðilum innan stórútgerðarinnar. Það eru snillingar eins og Kristján Vilhelmsson og Binni Í Vinnslustöðinni sem öllu ráða.

Til að breyta hér til frambúðar þarf að kjósa óspillta stjórnmálaflokka til forystu.  Og ekki bara óspillta heldur fólk sem hefur þekkingu á kerfunum og vilja til að breyta þeim okkur öllum til hagsbóta. Henda hagsmunaöflum og lobbyistum út úr stjórnkerfunum og taka til í eftirlitsiðnaðinum sem er hér gagngert til að setja gæðastimpla á subbuskapinn sem fylgt hefur einkavinavæðingu fjórflokksins.


mbl.is „Fæ líka pósta með ábendingum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búrtíkinni sigað

Umfjöllun Helga Seljan á brottkasti og framhjálöndunum í íslenzka kvótakerfinu snerti greinilega viðkvæma strengi hjá kvótagreifum og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.  Enda fágætt að ræsa út frívakt nema mikið liggi við.  En hér er semsagt búrtíkin mætt með sitt gjamm og freistar þess að hræða burt alla frekari umfjöllun með þessari makalausu yfirlýsingu.  Hingað til hefur útgerðarmafían haft öfluga talsmenn. Menn eins og Kristján Ragnarsson og Friðrik J Arngrímsson, en ekki lengur. Enda er LÍÚ ekki lengur til sem slíkt. Eftir að þeir eignuðust fjórflokkinn og Moggann þá töldu þeir markmiðum sínum náð og lögðu niður LÍÚ og freistuðu þess að mýkja ímyndina með konum í forsvari. Fyrst Karenu Kjartans en núna Heiðrúnu Lind. En mér segir svo hugur að þeir eigi enn langt í land með að tryggja full yfirráð yfir fiskveiðum við Ísland. Kvótakerfið er svo gallað að það er bara spurning um einhverja embættismenn eins og fiskistofustjóra, hvenær þeir brotna og upplýsa um svindlið og svínaríið sem þrífst í skjóli kvótakerfisins og hvernig kerfið sjálft hefur unnið gegn markmiðum sínum.  Um þetta hefur aldrei mátt ræða. Kannski er umfjöllunin núna bara fyrsta atlagan af mörgum þar til þetta svikakerfi verður aflagt og þeir stjórnmálamenn og fiskifræðingar sem ábyrgðina bera verða úthrópaðir sem landráðamenn og auðlindaræningjar, sem þeir eru.

Guðmundur í Brimi ber ábyrgðina sem útgerðarmaður Kleifabergsins. Frystitogarans þar sem brottkastið var staðfest með vitni og myndum.  Nokkru sem ekki hefur verið hægt að gera áður. Enda hafa útgerðarmenn óhikað látið sjómenn vita að allt illt umtal varðar atvinnumissi. Sjómenn einir vita hve umfangsmikið brottkastið er. Hafró hefur ekki hugmynd um það. Samt vogar Hafró sér að skálda upp ímyndaðar tölur um brottkast. Að brottkast sé bara 1-2% er náttúrulega firra sem margbúið er að hrekja en dúkkar samt alltaf upp aftur sem áreiðanleg tölfræði þegar þarf að svara gagnrýni á fiskveiðistjórnunina.

Og þessar tölur birtir Heiðrún Lind sem vísindalegar staðreyndir.  Enda hefur hún enga þekkingu á sjávarútveginum sem atvinnugrein.  Hún þekkir bara tölur og hagstærðir og allt í lagi með það svo framarlega sem ekki er verið að ljúga með tölum. Hún heldur eins og margir að Hafró stundi vísindalegar haf og fiskirannsóknir. Mér vitanlega eiga aðferðir Hafró lítið skylt við vísindalega nálgun. Enda erfitt um vik með mælingar þar sem enginn fasti er!  En það er ekkert að þvælast fyrir excel fiskifræðingunum. Og þegar þeir gera mistök þá er bara formúlunni breytt. Einu sinni týndu þeir 600 þúsund tonnum af ímynduðum hrygningarstofni. En það skipti engu í bókhaldinu. Og það skiptir heldur engu hvað miklu er landað fram hjá vigt eða hve miklu er hent. Hafró er með allt á hreinu enda bæði bókari og endurskoðandi á framtíðarreikningi landsmanna.

Er ekki kominn tími til að hætta afneituninni?  Er ekki ágætt að viðurkenna hvað hefur farið úrskeiðis til að hægt sé að laga það? Ef Heiðrún Lind hefði bara lúllað áfram og ekki rokið upp við rúmrusk maddömunnar í Brim, þá hefði ég ekki þurft að sitja hér og skrifa þennan pistil. Fólk þarf smá tíma til að átta sig á alvöru málsins. Yfirlýsing SFS gerir ekkert nema æsa að nýju gagnrýnisraddir okkar, sem vitum hversu miklum skaða kvótakerfið hefur valdið okkur sem þjóð.  Ekki bara fjárhagslegu tjóni heldur innviðatjóni sem aldrei verður bætt.


mbl.is Segir áhyggjur af brottkasti að mestu óþarfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband