Fiskmarkaðir svindla líka

Á meðan kerfið er óréttlátt mun verða svindlað. Það kom fram í þættinum Kveik, að það er landlægt viðhorf alls staðar að það er bara fullkomlega réttlætanlegt að svindla á þessu kerfi.  Þetta á að vera útgangspunkturinn í umræðunni.  Ekki að hneykslast og setja upp vandlætingarsvip og kenna öðrum um.

Allir sem starfa í greininni bera sameiginlega ábyrgð. Stjórnvöld eru dálítið stikkfrí því þau hafa fyrir löngu framselt vald sitt til hagsmunaaðila í greininni og fjármálastofnana.

Á meðan kvótakerfið er við lýði verður alltaf svindlað.  Það eru beinlínis innbyggðir hvatar í kerfinu til þess að gera mönnum það kleif(aberg)t.


mbl.is „Brottkast og svindl er ólíðandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband