Samráðsgáttin vegna Klukkunnar

Þetta setti ég inná Samráðsgáttina í nótt.

#344 Jóhannes Laxdal Baldvinsson - 11.01.2019

A. Almennt talað þá tel ég að líkamsklukka einstaklinga sé ólík. Í öðru lagi þá er ég á móti forræðishyggju og "fræðslu" fyrir fullorðið fólk. Þess vegna vel ég ekki A.

B. Að seinka klukkunni um 1 klst til að unglingarnir okkar fái meiri svefn eru ekki nægileg rök í mínum huga. Lausnin á því vandamáli er að fara fyrr að sofa. Þarna kemur mismunandi líkamsklukka líka inní. Á Íslandi er skammdegið ekki þrúgandi fyrir meirihluta Íslendinga. Þar spila aðrir þættir stærra hlutverk eins og meðfætt þunglyndi. Að seinka klukkunni til að leiðrétta fyrir rangri hnattstöðu eru gild rök en breyta engu fyrir lýðheilsuna. Hringl með tímann er ekki nauðsynlegt. Get ekki valið B.

C. Með útilokunaraðferðinni er C eini rétti valkosturinn. Ég vel C.

En svo er líka hægt að hætta að vera þræll klukkunnar. Hefur það ekki hvarflað að neinu af þessu góða fólki sem yfir okkur vakir!


Vandræðalegt fyrir Kristján Þór.

Nú þegar málefni Hafró hafa náð athygli fjölmiðla um stund þá virðast hefndaraðgerðir ráðherrans gagnvart einni mikilvægustu undirstofnun sinni ætla að springa framan í hann sjálfan. Eftir stendur ringlaður og ráðlaus sendill sem er í raun umboðslaus í eigin ráðuneyti sem er fjarstýrt af Samherjaforstjóranum Þorstein Má.  Þegar ráðherra þarf sjálfur að ómaka sig á fund undirmanns síns þá er staða hans virkilega veik. En þetta verður Kristján að sætta sig við því hann er bara sendill.  Næst ættu fjölmiðlamenn að vakta innganginn við Katrínartún 2 og krefja ráðherrann svara hversu langt eigi að ganga erinda fiskeldismanna. Ef Þorsteinn Már er ekki í því meira ójafnvægi eftir að vilji hans um brottrekstur seðlabankastjóra náði ekki fram að ganga, þá ætti hann að bakka í þessu máli með Hafró og leyfa öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar að leysa það mál.  Bjarni Ben er til dæmis farinn að tjá sig og það eru greinilega skilaboð til Þorsteins Más um að hægja á sér í frekjulátunum.

Hvort afskipti Bjarna séu merki um að Kristján Þór muni senn víkja úr ráðuneytinu, skal ekki fullyrt en ráðherra sem þarf sjálfur að biðja um fund hjá forstjóra Hafró og spyrja hann hvernig best sé að leysa vandamál sem ráðherrann bjó sjálfur til, á sér enga pólitíska framtíð.

Þegar ljóst var að tekjustofn Hafrannsóknarstofnunar dygði ekki til, átti aldrei að grípa til skerðinga.  Frumskylda ráðherrans, var að tryggja eðlilega fjármögnun og fyrst hún mátti ekki koma af fjárlögum í formi aukinna ríkisútgjalda, þá var einfaldlega hægt að úthluta Hafró aflamarki. Með því væri stofnunin sjálfbær.  Hún gæti nýtt þetta aflamark hvort heldur til eigin rannsókna eða leigt út til útgerða sem myndu veiða aflann samkvæmt fyrirmælum fiskifræðinga. Myndi þetta ekki kallast snjalllausn?money-mouth


mbl.is Kristján fundar með forstjóra Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerfið hvetur til brottkasts

Félag Skipsstjórnarmanna átelur Fiskistofu fyrir ákvörðun hennar um, að svipta Kleifabergið leyfi til fiskveiða í 12 vikur vegna þess að sannað þótti, að umtalsvert brottkast hefði átt sér stað á þessu skipi til fjölda ára.  En skipstjórarnir segja líka:

Jafn­vel þótt um­gengni um auðlind­ina hafi tekið gríðarleg­um breyt­ing­um til batnaðar með full­komn­ari tækj­um og búnaði þá er það og mun verða  óhjá­kvæmi­leg­ur hluti af fisk­veiðum á Íslands­miðum að upp komi til­vik  þar sem um brot er að ræða sam­hvæmt túlk­un Fiski­stofu. 

Staðreynd­in er sú að ef í áhöfn­um allra skipa væri einn skip­verji sem væri af sömu hvöt­um og heim­ild­armaður Kveiks að safna gögn­um um brott­kast sem hann kæmi síðan til stjórn­enda Kveiks til að um­fjöll­un­ar þá liði ekki á löngu þar til fá skip ef, þá nokk­urt væri að veiðum.

Og nú skulu menn sperra eyrun og hlusta!  Þarna eru starfandi skipsstjórar á flotanum að viðurkenna að hafa fyrirskipað einhvers konar brottkast. Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Og þeir eru bálreiðir vegna þess að einn úr áhöfn Kleifabergs klagaði.  Og allir vita sem vilja vita að svona hefur þetta verið alla tíð. Og fiskveiðistjórnunarkerfið sjálft hvetur til brottkasts til að hámarka verðmæti þess takmarkaða afla sem má veiða.  Það er staðreynd. Og vandlætingin hjá eftirlitsaðilum Fiskistofu og Hafró er einber hræsni.

Úrskurður Fiskistofu er um margt athyglisverður. Fyrir það fyrsta þá eru gögnin eldgömul og brotin fyrnd. Í öðru lagi þá er það fáránlegt að refsa "skipinu" fyrir brot sem útgerðarmaður og skipstjóri bera alla ábyrgð á. Hérna er greinilega verkefni fyrir löggjafann að taka á.

Þess vegna legg ég til, að alþingi fari nú yfir þessi mál enn og aftur og girði fyrir þessar endalausu heimildir sem í reglugerðunum felast.  Góð löggjöf þarfnast ekki nánari (lesist geðþótta) útfærslu ráðherra hverju sinni. Lögin eiga að vera skír.

Fyrir brot á þeim ætti miklu frekar, að leggja sektir á útgerðina í stað þess, að svipta skip veiðileyfi eins og nú er mælt fyrir í reglum Fiskistofu.


mbl.is Fordæmir viðbrögð Fiskistofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband