Er Icelandair að yfirtaka WOW?

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að Icelandair sé búið að taka 10 milljarða króna lán hjá innlendri fjármálastofnun og hafi veðsett 10 flugvélar til tryggingar þessu láni.  Engar frekari upplýsingar er að finna í sambandi við þessa lántöku. Í ljósi þess að Icelandair keypti í félagi við einkafjárfestinn Björgólf Jóhannesson allt hlutafé Ríkisflugfélags Grænhöfðaeyja fyrir 1 milljarð, þá hlýtur þessi lántaka að þarfnast útskýringa af hálfu stjórnar félagsins.  Ef ég ætti hlutabréf í Icelandair þá væri ég virkilega áhyggjufullur yfir svona fréttum. Ef Icelandair þarf 10 milljarða til að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins þá er Icelandair mjög illa statt og þá myndi jafnvel ekki Gamma á Íslandi leggja þeim til fé gegn veði í 10 nýju Boeing flugvélum.  En ef á að nota þessa peninga í yfirtöku á skuldum WOW air þá gegnir öðru máli.  En þetta hlýtur að skýrast. Góðu fréttirnar eru náttúrulega þær að íslenzkir flugstjórar eru svo frábærir að jafnvel gallaðar flugvélar verða öruggar í þeirra höndum að sögn forstjórans.


mbl.is Hefur ekki áhyggjur af þotunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi frekja í hælisleitendum

Fréttir af mótmælum á Austurvelli í dag vöktu athygli mína. Einkum fréttir af meintu ofbeldi lögreglunnar. En þegar betur var að gáð var fréttaflutningi stýrt til þess einmitt að vekja upp neikvæð viðbrögð gegn lögreglu og vekja upp samúð vegna aumingja ofsóttu hælisleitendanna.  Svona vinnur RÚV.

En það sem gerðist á Austurvelli var allt annað. Þarna var samankominn lítill hópur hælisleitenda, sem sýndu lögreglu frekju og yfirgang undir því yfirskyni að íslenzk yfirvöld væru að brjóta á réttindum þeirra, nánar tiltekið mannréttindum.  Nú finnst mér gömlum sveitamanninum skörin vera farin að færast upp í bekkinn.  Eru þetta ekki hælisleitendur? Eiga þeir einhverjar kröfur á íslenzk yfirvöld?  Ef þessum einstaklingum var fúlasta alvara með veru sinni þarna þá vona ég svo sannarlega að yfirvöld taki umsóknir þeirra fyrir strax í kvöld og vísi þeim úr landi á morgun.  Þetta fólk ætti að sína smá auðmýkt ef það vill búa hér á landi og vinna og öðlast réttindi sem löglegir þegnar þessa lands. Að safnast saman með skrílslæti á Austurvelli er ekki rétta leiðin.


Er hægt að treysta Hafró?

Áhættumat Hafrannsóknarstofnunar hefur þann tilgang að réttlæta áform laxeldismanna um stórfellda stækkun á laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Áhættumatið byggir ekki á rannsóknum eða þekkingu á hvað gerist ef eldislax hrygnir í íslenzkum ám.  Enda hafa engar rannsóknir verið gerðar á því. Áhættumatið er alfarið byggt á gögnum frá norskum fiskifræðingum sem hafa rannsakað áhrif slysasleppinga frá norsku sjókvíaeldi. Þar hefur eldislax blandast náttúrulegum villtum stofni í allt að 20% veiðiáa.  Þessar niðurstöður ætlar svo Hafró að nota en fullyrðir að líkanið þeirra geri aðeins ráð fyrir 5% erfðablöndun sem er náttúrulega ekki ásættanlegt. Og svo tala þeir um fyrirbyggjandi aðgerðir eins og stórfellt inngrip í kynbætur á villta stofninum með því að tryggja að næg hrygning fari alltaf fram!  Einnig er talað um að eldismenn þurfi að nota stærri seiði og stunda kynleiðréttingu á seiðunum til að seinka kynþroska. Við vitum að svona tillögur eru bara orð í skýrslu til að réttlæta hina keyptu niðurstöðu að hér sé óhætt að sexfalda framleiðslu á eldislaxi úr sjókvíum. Það eru engin áform uppi um að setja eldisfyrirtækjum neinar kvaðir umfram þá ákvörðun að eldi megi ekki fara fram innan ákveðins radíuss frá helstu laxveiðiám okkar. Þannig má ekki stunda laxeldi í Breiðafirði eða á Faxaflóa og ekki í innfjörðum Húnaflóa, Skjálfanda eða úti-fyrir Norðausturlandi.  Hins vegar má stunda laxeldi á Austfjörðum og jafnvel er talið ásættanlegt að fórna Breiðdalsá í þágu hagsmuna Samherja á Austfjörðum.Enda eru Samherjamenn engir sérstakir áhugamenn um laxveiðar ólíkt hinum óligörkunum í Sjálfstæðisflokknum að Einari Guðfinnssyni undanskildum sem aðeins fékk að veiða í Hrútafirðinum en aldrei með Bjarna og Jónasi og Einari Erni í boði Glitnis og seinna Landsbankans.  Þetta var smá útúrdúr en skiptir samt máli þegar fjallað er um svokallaða vísindaráðgjöf Hafró.  Enda er ekki hægt að tala um keyptar skýrslur sem vísindalega niðurstöðu rannsókna. Áhættumat Hafró sem nú á að lögleiða er keypt niðurstaða til að réttlæta inngrip í vistkerfi innfjarða á Vestfjörðum í formi gríðarlegs álags, sem menn hafa enga hugmynd um hverjar afleiðingar verða fyrir þær tegundir sem fyrir eru.

Það væri mannsbragur að því að segja bara sannleikann, að stjórnmálamenn eru búnir að taka þessa ákvörðun að hér skuli stundað sjókvíaeldi á norskum kynbættum eldislaxi og stjórnmálamenn vilja að framleiðslan verði komin í 100 þúsund tonn innan örfárra ára.  Mönnum er skítsama um hliðarverkanir eins og slysasleppingar eða óæskilegan úrgang sem enginn veit hver áhrif hefur á vistkerfin. Að klæða pólitískar ákvarðanir í búning vísindalegrar ráðgjafar er bara hlægileg blekking.  Kristján Þór notaði þessa aðferð þegar hann keypti skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans og notaði til að réttlæta ákvörðun sem löngu var búið að taka um áframhald hvalveiða í 5 ár. Og nú á að endurtaka leikinn og allir spila með og taka þátt í þessu málþingi sem er bara fyrirsláttur, leiksýning sem engu skiptir og ekkert upplýsir. Stjórnmál og vísindi eiga enga samleið.


mbl.is Boðar til málþings um áhættumatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband