Kona líttu þér nær

kataKatrín og Bjarni hafa fundið sökudólginn. Hann er launahækkanir til bankastjóra ríkisbankanna. Þau halda að þessar hækkanir bankastjóranna séu eina ástæðan fyrir þeirri ólgu sem nú er á vinnumarkaðinum.  Þvílík afneitun segi ég nú bara. Launahækkanir og sjálftaka alþingismanna vega miklu þyngra í þeirri óánægju sem nú ólgar og vellur.

Stjórnvöld eru ráðþrota en á sama tíma þiggja þau ekki ráðgjöf skynsamra manna og breyta öllum úrskurðum Kjararáðs síðustu 2 ár. Fyrst þau vita að bankastjóralaunin eru of há þá ætti að vera auðvelt fyrir Katrínu að semja við Bjarna um rétt laun embættismanna, forstjóra, þingmanna, biskups og annarra stertimenna.  Hvað um að festa hæstu laun í 2 milljónum á mánuði og laun þingmanna verði ákveðin 1 milljón og allar sporslur afnumdar. Flestir þingmenn voru langt undir þeirri upphæð áður en þeir unnu í kosningalotteríinu svo þeir mega vel við una.

Trúnaðarbrestur milli Katrínar og bankaráðanna breytir engu um að bankaráðin eru sjálfstæð og taka ekki við skipunum frá ráðherrum. Ég er viss um að glottið á Friðriki Sophussyni þurrkaðist ekkert af honum við tilmælin frá ríkisstjórninni.

Svo Katrín skal bara hunskast til að nota vald sitt sem forsætisráðherra og láta til sín taka. Dúkkustælar duga ekki þegar vinnudeilur eru við það að lama þjóðfélagið.

Eins gott að fólk byrgi sig upp, af dósamat og pakkasúpum.  Því þetta verður greinilega langt vor.


mbl.is „Trúnaðarbrestur“ verði tilmæli hunsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband