12.10.2010 | 17:00
Baugsmálið í nýrri uppfærslu?
Fjölmiðlasýning Geira Smart er byrjuð á mbl.is Lagatækniflækjurnar sem okkur hefur verið boðið uppá af lögfræðingum útrásardólganna blikna nú í samanburði við rök Andra Árnasonar sem hann notar í frávísunarkröfunni. Er nokkur möguleiki að "Baugsmálið" sé að birtast okkur afturgengið? Að gera þessi réttarhöld að sirkus er vond taktik. Almenningur er ekki í hefndarleiðangri gegn Geir Haarde. En þessi réttarhöld geta þjónað til að varpa ljósi á hvað raunverulega gerðist bakvið tjöldin þennan örlagaríka tíma fyrir "Guð blessi Ísland" Þess vegna skora ég á Geir að láta þau hafa sinn gang
Kemur til kasta landsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.