18.10.2010 | 06:57
Aðskilnaður við Ríkiskirkjuna
Óþarfi er að bíða eftir að 62.grein stjórnarskrárinnar verði felld úr gildi. Ég styð hugmyndir meirihluta mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar að leyfa ekki trúaráróður inní leikskólum borgarinnar. Ég tel að trúaruppfræðsla eigi alfarið að vera á ábyrgð foreldra. Ef foreldrar eru kristnir þá geta þau sótt sunnudagafræðslu kirkjunnar með börnunum sínum og þá sinna þeir uppeldisskyldum sínum en varpa þeim ekki yfir á starfsmenn skólanna. Næsta skref sem við getum vel tekið er að hætta þessum fárálega fermingarundirbúningi sem núna tekur allan veturinn hjá krökkunum í 9. bekk. Í fyrsta lagi eru börn á þessum aldri ekki tilbúin að ákveða hvort eða í hvaða söfnuði þau vilja vera og í öðru lagi felst í þessu mismunun gagnvart börnum sem þegar tilheyra öðrum söfnuðum. Þarna er verið að stofna til ónauðsynlegra árekstra milli foreldra og skóla og foreldra og barna. Tími til að stemma stigu við yfirvöðslu Ríkiskirkjunnar. Þessi skilnaður getur vel orðið friðsamur. það er undir Ríkisbiskupi og starfsmönnum hans komið
Tillögur valda óánægju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnarskrármálið | Breytt 9.2.2013 kl. 17:04 | Facebook
Athugasemdir
Amen!
Errrr... ég meina... sammála síðasta ræðumanni ;)
Ari Kolbeinsson, 18.10.2010 kl. 07:36
Ég er hlyntur aðskilnaði ríkis og kirkju -
Börnin ráða því sjálf hvort þau fermast eða ekki -
Annars finnst mér orðalag bloggsins hér bera vott um fordóma og vera óþarflega harðort- skil ekki tilganginn.
Sagði mig úr "þjóðkirkjunni" fyrir nokkrum árum og finnst margt að þar - en slökum aðeins á. Það er tvennt ólíkt að vilja breytingar annarsvegar eða vinna á móti Kristinni trú hinsvegar.
Þrátt fyrir úrsögn mína úr "þjóðkirkjunni" er ég Kristinnar trúar og verð sjálfsagt það sem eftir er.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.10.2010 kl. 09:32
Takk fyrir athugassemdirnar. Ólafur Ingi, hvað finnst þér bera vott um fordóma og vera harðort? Ég deili á biskup og hans legáta fyrir að bera ábyrgð á niðurlægingu þjóðkirkjunnar. Ég er ekki að vinna á móti kristinni trú. langur vegur frá. Þoli bara ekki þegar menn eru svo ótengdir að þeir halda að þeirra eigin persóna sé stærri en stofnunin sem þeir eiga að þjóna.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2010 kl. 11:36
Á nýju og réttlátu íslandi er ekki hægt að stjórnvöld styðji við trú X, það gengur ekki að stjórnvöld rukki inn skatta fyrir trúfélög, gengur ekki að trúfélög fái skattaívilnanir...
Í USA hafa börn sem eru ekki kristinn framið sjálfsmorð.. vegna þess að lítil börn sem voru ekki kristin voru sett út á ganga á meðan kristnu börnin voru forrituð með himnadraugnum; Að loknum heilaþvott fóru litlu kristnu börnin og lögðu hin börnin í einelti.
doctore (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.