Niðurgreiðsla húsaleigu - Húsaleigubætur

Þegar byrjað var að greiða niður húsaleigu til fátæklinga þá rann sú fjárhæð óskipt til leigusalanna því húsaleigan hækkaði almennt sem lágmarks húsaleigubótum nam. Því er það rangt sem haft er eftir Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra í hveragerði, í umfjöllun Fréttablaðsins í dag, en þar fullyrðir hún að kerfið sé vel heppnað. Þetta er skrítin fullyrðing þar sem illa stæð sveitarfélög hafa ekki séð sér fært að greiða húsaleigur til móts við ríkið. þetta eitt og sér hefur valdið búseturöskun. Annað slæmt sem af þessu kerfi hefur leitt er húsaleiguokur opinberra aðila eins og Félagsbústaða og leiguíbúða á vegum háskólanna. Til dæmis var leiguverð sem stúdentar á Akureyri voru látnir borga í lok árs í fyrra mun hærra en almennt leiguverð. Þetta fékkst ekki leiðrétt fyrr en þó nokkur fjöldi stúdenta hafði sagt upp okurleigunni og leigt sér ódýrara húsnæði á almenna markaðinum. Hér á Reykjavíkursvæðinu eru leiguíbúðir að nokkru leyti í almennri útleigu af því stúdentar búa frekar a Hótel Mömmu en að punga út þessari okurleigu. 2 ástæður skýra okurleigumarkaðinn. Húsaleigubæturnar og fífldirfskuleg fjármögnun félagslega húsaleigukerfisins með myntkörfulánum. Fáist leiðrétting á myntkörfulánunum og ef húsaleigubæturnar verða afnumdar þá skapast hér eðlilegur leigumarkaður.

Húsaleigubótakerfið er í uppnámi. samningur ríkis og sveitarfélaga rann út í vor. Steingrímur áformar 20% flata niðurfærsla á framlagi ríkisins. Þetta verður að leiðrétta. Fyrst verður að koma á virkum leigumarkaði með því að stórauka framboð leiguíbúða, til dæmis allra þeirra íbúða sem íbúðalánasjóður og bankar eiga. Þá fyrst er hægt að afnema húsaleigubótakerfið og taka upp tekjutengdar endurgreiðslur í gegnum skattakerfið. Í dag er húsaleiga ekki frádráttarbær frá skatti en húsaleigubætur eru skattskyldar. Sem er fáránleg tilfærsla fjár hjá ríkinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband