Hafrannsóknarháskóli á Akureyri

Ég hef lengi verið áhugamaður um að hér á Íslandi verði stofnaður hafrannsóknar-háskóli, sem sérhæfði sig í alvöru fiskirannsóknum með neðansjávarmyndavélum og dvergkafbátum. Og
rannsakaði líka áhrif veiðarfæra á vistkerfið og göngur fiska, hrygningu og allt sem við annars vildum vita en fengum aldrei að spyrja Hafró!

Í þeirri umræðu sem nú fer fram um hagræðingu á meðal Háskólanna liggur tækifæri til að hrinda þessum hugmyndum í verk. Tilvalið er að breyta Háskólanum á Akureyri í svona fræðasetur. Þar er þegar deild í sjávarútvegsfræðum sem kjörið er að byggja ofan á. Aðstaða í Eyjafirði til rannsókna er líka góð.

Svona stofnun þarf mikið fé og því þarf að leita samstarfs við helstu fiskveiðiþjóðir um þetta verkefni. Og tryggja þarf stofnuninni færustu sérfræðinga til fyrirlestrarhalds. Forsenda fræðimennsku er að mismunandi kenningar vegist á.

Hér á íslandi er það bannorð. Hér eru til 2 kenningar eða stefnur um uppbyggingu veiðistofna, önnur gengur út á friðun hin út á hæfilega grisjun. Á Íslandi, hinna spilltu sérhagsmuna er bara til ein opinber kenning og það er gereyðingarstefna Hafró. Á hina má enginn hlusta og hún er ekki leyfð í sovétinu litla hrunda íslandi. Við höfum ekki efni á svona hugsun lengur. Okkar stóriðja liggur í náttúrunni og auðlindunum. Fiskinum og fossunum.

Til þess að gera sem mest úr þessum auðlindum þurfum við að efla vísindalega þekkingu og nýta hana í úrvinnslu og fullvinnslu. Til þess þarf öfluga Háskóla. Við viljum ekki vera álbræðsluþjóð. Við eigum að stunda hátækniiðnað í hverunum ekki virkja þá að 20% til raforkuvinnslu fyrir álver eins og skammsýnar kröfur æpa á.


mbl.is Óhjákvæmilegt að sameina háskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flott hjá þér Jóhannes!!

Öll þjóðin á handfæri, handfæri leysa atvinnuvanda Íslendinga, látum fiskimiðin njóta vafans!!

Aðalsteinn Agnarsson, 18.10.2010 kl. 17:53

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Aðalsteinn, næst mun ég fjalla um stýringu sem ég tel betri kost en stjórnun. Stýringin tryggir líka betur að sjálfbærum og umhverfisvænum markmiðum sjávarútvegsstefnunnar sé náð. þar tel ég frjálsar handfæraveiðar tvímælalaust eiga að vera leifðar að uppfylltum skilyrðum um rétta meðferð og geymslu aflans. Á það skorti í strandveiðunum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband