Mín aðferð við að velja á stjórnlagaþing

Þegar ég geng til kosninga og vel fulltrúa á stjórnlagaþingið í nóvember mun ég hafa eftirfarandi að leiðarljósi:


Fyrirvari

Ég geri ráð fyrir að allir frambjóðendur hafi kynnt sér stjórnarskrána og viti um hvað málið snýst. Ég mun velja frambjóðendur sem endurspegla sem flesta hópa þjóðfélagsins með fyrirvara um að þeir komist gegnum 3 síur, sem ég tel nauðsynlegt að allir noti til að útiloka bullurnar frá að ná kjöri.

Síurnar mínar

1.sía
aldur,menntun,störf   (30-80 ára, iðn, starfs,háskólamenntun, óflekkaður ferill)

2.sía
pólitískir hagsmunir  (engir,sé ekki háður pólitísku valdi efnahagslega eða atvinnulega)

3.sía
ofstækis og/eða öfgaskoðanir ( Ekki þá sem vilja troða sínum persónulegu gildum í stjórnarskrá)

 

 síðan mun ég:

1. Fylgjast með á Svipunni
2. Taka niður nöfn allra sem ég kannast við og gæti hugsanlega kosið
3. Fara í gegnum þann lista og beita síum 1-2-3
4. Ef áberandi skekkja er á listanum sem ég valdi varðandi aldur,menntun og kyn mun ég leiðrétta valið til að dreifingin verði sem mest

Listinn sem ég gæti kosið miðað við framkomnar upplýsingar í dag lýtur svona út:

Þorvaldur Gylfason
Friðrik Þór Guðmundsson
Hjörtur Hjartarson
Guðmundur Gunnarsson  formaður Rafiðnaðarsambandsins
Illugi Jökulsson
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
  *Lúðvík Emil Kaaber
Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu
Rakel Sigurgeirsdóttir
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Vilhjálmur Þorsteinsson
Erlingur Sigurðarson

Eins og sést á síunum mínum þá hafa stefnumál frambjóðenda engin áhrif á val mitt. Ég fer miklu frekar eftir því hvað ég veit um viðkomandi. Fyrir hvað menn standa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Áhugavert. Þú tekur ekki skýrt fram hvað mun hafa áhrif á röðina hjá þér.  þ'u átt á heildina eitt atkvæði. En ef sá sem þú setur í  fyrsta sæti komist inn með miklum umframkúf, ( segjum að hún fái 2x fleiri atkvæði en þurfi til að komast inn) þá sér kerfið um að eyðir þú bara 1/3 af þínu atkvæði ( gæti verið 1/4, nenir ekki að kanna það nákvæmlega núna) á hana. Afganginn fer á næsta mann á þinum lista.  Og svo koll af kolli.   Hér er dæmi um útskýring.  http://www.youtube.com/watch?v=MY-zNY-X3vY&feature=related  Líka á stjornlagathing.is, að ég helt. Finn ekki núna. Gæti verið hjá Þorhalli Helgasyni eða á Facebook-síðu  Þjóðlagaþings.

Morten Lange, 25.10.2010 kl. 10:15

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Morten, ég hef ekkert kynnt mér hvernig atkvæðin eru flokkuð. Skylst að það verði gert á rafrænan hátt. Ef við ætlum að reyna að hafa áhrif á röðun miðað við einhverja spádóma þá erum við komin á hálan ís. Eða varstu ekki að meina að menn ættu ekki að setja þann í fyrsta sæti sem líkur eru á að sé öruggur? Með því eigum við á hættu að hann nái ekki kjöri held ég.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.10.2010 kl. 18:00

3 Smámynd: Morten Lange

Nei, ég hef trú að á því sem hönnuðir kerfisins og þeir sem hafa endurbætt kerfið (*) segja:  Að maður getur  verið öruggari með það en í nánast öll önnur kerfi, að atkvæði manns fari ekki forgörðum. 

Jafnvel þótt maður setur vinsælum manni í efsta sæti. 

Jafnvel þótt maður setji "ólíklegan mann" í fyrstu 5 eða 10 sætin, þá flýst þitt atkvæði bara niður seðlinum, þangað til að þitt atkvæði nýtist til að hjálpa  einhverjum inn á þingið. Ef viðkomandi nær akkúrat inn, þá er þit atkvæði fullnýtt. Ef umframkúf er, flýst þessi "afgangur" af þ´æinu atkvæði áfram neðar á þínum kjörseðli.

Maður á að raða í þeirri röð sem maður metur hæfileikar og áherslur frambjóðenda.  En reyndar vegna þess að svo margir eru í framboði er örugglega gott að flétta inn einhvern sem maður hefur virkilega trú á að geti haft séns ekki allt of neðarlega. ( 5.sætið ? )

*) :  Þetta er kerfi sem hefur verið nýtt og endurbætt í öðrum löndum

Morten Lange, 25.10.2010 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband