Um málefni íbúðalánasjóðs

Fyrrverandi framkvæmdastjóri íbúðalánasjóðs, Guðmundur Bjarnason og núverandi stjórn bera ábyrgð á gjaldþroti sjóðsins með heimildarlausum lánum til bankanna. Það er kristaltært sama hvað þeir reyna að klóra yfir klúðrið. Með því að fela bönkunum að ávaxta það fé sem innlausn lána sjóðsins framkallaði gerði líka bóluna mun stærri. Miðað við það sem nú er vitað ætti í raun að draga þessa aðila alla fyrir dóm og láta þá sæta ábyrgð. En hvað gerir fjórflokkurinn? Hann verðlaunar skussann, Guðmund Bjarnason,  með ríflegum eftirlaunum og leyfir stjórninni að sitja áfram!. Þessari pólitískt skipuðu stjórn ber að víkja strax. Þetta fólk er óhæft. Eftir hrun þá gerum við kröfu um að óverðleikafólkið víki. Óverðleikafólkið ræður alltaf óverðleikafólk til starfa.

Ráðning Sigurðar Erlingssonar er dæmi um það. Þessi maður var spurður hvort mistök hefðu verið gerð af hálfu fyrri stjórnenda sjóðsins varðandi lánin til bankanna en hann taldi svo ekki vera! Og hann rökstuddi það með því að sjóðurinn gæti aldrei orðið gjaldþrota því hann væri með ríkisábyrgð! Þessi maður er gersamlega óhæfur

Stjórnin verður að víkja fyrir faglegri stjórn sem heyrði undir reglur FME um hæfi stjórnarmanna fjármálastofnana. Og það verður að ráða hæfasta umsækjandann sem er Yngvi Örn Kristinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband