17.1.2011 | 15:28
Sorglegt
Frétt af mbl.is
Lögreglan girðir þinghúsið afInnlent | mbl.is | 17.1.2011 | 14:22
Þetta er þeim mun sorglegra af því þetta þarf ekki að vera svona.
Ef stjórnvöld hverju sinni gerðu meira af að hlusta á þjóðina þá væru menn sáttari. Það vita allir að enginn fær öllu sínu framgengt en þegar ríkisstjórn hlustar ekki heldur fer sínu fram í veigamiklum málum í trássi við þjóðina þá er hún að efna til ófriðar og átaka. Ekki mótmælendur
Þessi stjórn hefur tvo kosti um að velja:
1. Semja frið við þjóðina og endurnýja stjórnarsáttmálann
2. Slíta samstarfinu og leyfa nýjar kosningar.
ESB umsóknin og Icesave hefur klofið þjóðina í fylkingar. Þeim málum þarf að slá á frest.
Vinna þarf betur í skuldamálum heimila og setja fjármálafyrirtækjum skýrar reglur
Og að endingu þarf að stokka hér upp lífeyrissjóðakerfin. Þetta eru þau mál sem ríkisstjórnin þarf að taka til endurskoðunar. Hún nýtur lítils stuðning kjósenda hvað svo sem úrslitum síðustu kosninga líður og það er ólýðræðislegt af Jóhönnu Sigurðardóttur að reyna ekki betur að taka til tillit til krafna almennings. Við eigum ekki að þurfa að berja tunnur og kasta eggjum að óeirðalögreglu sem hýmir á bakvið girðingu
Læt svo að endingu fylgja með stöku lítið breytta sem birzt hefur áður á blogginu mínu
Ríkisstjórnar laskað lið
lýðsins ræði ekki skildi
Við sína þjóð að semja frið
Samfylkingin ekki vildi
Lögreglan girðir þinghúsið af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.