Förum varlega í að kaupa HS Orku aftur

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að ríkið eigi ekki að kaupa HS Orku aftur af Magma SE. Ég rökstyð þá skoðun mína með að opinber verðmiði sem er samkvæmt nýjustu upplýsingum 27 milljarðar er í fyrsta lagi  alltof hár og í öðru lagi þá hafa íslensk stjórnvöld aðrar leiðir til að temja dýrið og takmarka þann skaða sem einkavæðing orkugeirans hefði auðveldlega getað haft í för með sér. Þar ber helst að nefna vald Orkustofnunar yfir virkjanaframkvæmdum sem hægt er að beita ef fyrirtækið fer ekki að settum reglum. Á þessa hindrun er nú HS Orka að reka sig illþyrmilega varðandi framkvæmdir við Reykjanesvirkjun. Hætt er við að drýldnin í þeim kumpánum Ross Beatty og Ásgeiri Margeirssyni minnki í réttu hlutfalli við minnkandi arðsemi þessara kaupa Magma á hlut GGE í HS Orku og er það vel.

Ríkisstjórnin þarf samt að klára þetta mál. Það er óþolandi að jafn mikilvæg ákvörðun hangi í lausu lofti mánuðum saman. Jafnvel þótt ákvörðunarfælin ríkisstjórn eigi í hlut


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband