Besti Flokkurinn og Strætó

Með hverjum deginum sem líður minnkar traustið á Besta Flokknum og þeirri pólitík sem þau bjóða uppá. Jón Gnarr ræður ekki við verkefnið og á að draga sig í hlé. Besti Flokkurinn sem vildi breyta bæta og laga er ekki að gera neitt af þessu. Hann hefur tekið sér stöðu í skotgröfinni við hlið Samfylkingarinnar og virðist ráða litlu. Tekist var á um sparnað í rekstri Byggðasamlagsins í Kastljósi kvöldsins. Einar fræbill og Gísli Marteinn áttust þar við og ég verð að segja að málflutningur beggja olli vonbrigðum og spurningar Þóru voru fálmkenndar og veittu engin svör. Ég er einn af þeim sem myndi nota strætó ef þjónustan væri viðunandi en það er hún ekki og hefur ekki verið síðustu 10 ár. það sem þarf að gera er að leysa byggðasamlagið upp og hverfa til fyrra rekstrarfyrirkomulags.  Þá fyrst er hægt að fjölga ferðum og bæta þjónustuna. Besti Flokkurinn var kosinn til að gera breytingar og skera í burt ofvöxtinn í kerfinu. Það er tími til kominn að taka til starfa. 5 % flatur niðurskurður er það sem kjarklausir pólitíkusar grípa til í þrengingum. Ekki umbótaöfl sem ætla ekki að mosavaxa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband