Af hverju fer ekki Valtýr bara á eftirlaun?

spron.jpgRannsókn á viðskiptum stjórnarmanna í SPRON, sem kærð voru af Vilhjálmi Bjarnasyni lektor við Háskóla Íslands, hefur verið hætt með vísan til laga um meðferð sakamála. Kærandi í málinu var Þórarinn V. Þórarinsson hrl. fyrir hönd Vilhjálms, en hún beindist að allri stjórn SPRON og forstjóra. Í stjórninni voru, á þeim tíma þegar viðskiptin áttu sér stað, Erlendur Hjaltason, Hildur Petersen, Jóhann Ásgeir Baldurs, Ari Bergmann Einarsson og Gunnar Þór Gíslason. Guðmundur Hauksson var forstjóri.

Hinn 7. janúar sl. tilkynnti Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari kærðu og kæranda um þá ákvörðun að rannsókn málsins hefði verið hætt.

Það hefur komið í ljós undanfarið að mesta tregðan til að draga hvítflibbaglæpamenn til ábyrgðar er hjá embættum ríkissaksóknara og Ríkislögreglustjóra. Þessi embætti eru að draga lappirnar og því hlýtur það að vera spurning hvort yfirmennirnir eigi ekki að víkja fyrir metnaðarfyllri mönnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband