Þeir sem eru saklausir gefi sig fram!

Þessar handtökur sérsaka saksóknara eru bara broslegar. Við sem fylgst höfum með fréttum í áskrift, bæði vakin og sofin af óhæfuverkum í bankakerfinu, í stjórnsýslunni, á Alþingi, hjá eftirlitsiðnaðinum, hjá bæjar og sveitarstjórnum, hjá sölumönnum stofnfjárbréfa, hjá kvótagreifum, hjá fjölmiðlum, hjá sérfræðingum. Við sjáum að þeir seku sem ganga lausir skipta örugglega þúsundum og það mun ekkert verða aðhafst gagnvart þeim. Björgólfur Thor og viðskiptafélagar hans munu áfram ganga lausir. Alþingismenn munu ekki sóttir til saka utan Geir Haarde og embættismenn í Seðlabankanum og FME munu líka sleppa. Þessar aðgerðir sérstaka, að handtaka einhverja millistjórnendur á meðan eigendurnir sem rændu bankana innan frá ganga lausir, þær eru bara til að friða almenning.

Það liggur í augum uppi að stjórnendur bankanna og sparisjóðanna sem fóru í þrot eru allir með tölu sekir um markaðsmisnotkun og innherjasvik. Þetta er ekki bara grunur þetta er staðreynd! Sýnið okkur allar lánabækurnar og við skulum benda á þá seku sem þarf að setja í varðhald.

Það á ekki að eltast við og refsa bröskurunum sem misstu sig í skuldsetningu af því bankagangsterar buðu ódýrt lánsfé. Þetta fólk þarf að gjalda eigin heimsku. Og ríkisaksóknara væri skammar nær að eltast við fjársvikarana hjá Byr, MP Banka og SPRON, heldur en einhvern flassara og dónakarl sem er svo aumur að hann á ekkert til að sýna nema tólin á sér.  Það er smámál. Við viljum aðgerðir gegn hinum flössurunum sem keyra um á stóru jeppunum, 10 milljón Land Cruiserunum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband