20.1.2011 | 13:53
Snobbelítan fær 30 milljarða ríkistyrk
Ein af stærstu mistökum sem gerð voru í kjölfar hrunsins var sú ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur Menntamálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Borgarstjóra í Reykjavík að halda áfram byggingu og taka yfir fjármögnun tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn. Þessi framkvæmd sem var bara hola í jörðina og hafði ekki kostað ríkisjóð krónu átti að slá af. Forsendurnar voru rangar, arkitektúrinn ljótur og kostnaðurinn alltof íþyngjandi fyrir tóman ríkissjóð. Holan hafði enda heldur ekki fengið nafn og þarmeð ekki persónugerð. En vegna þrýstings frá menningarelítunni sem flest er flokksmenn í VG þá er þessi óábyrga ákvörðun tekin og núna er óskapnaðurinn risinn og hann skírður. Einnig ku vera byrjað að bóka í listviðburði fyrir fína fólkið. En mun það þurfa að greiða raunverð fyrir aðgang að þeim listviðburðum eða mun verða tekið upp sama kerfi og viðgengst í Þjóðleikhúsinu þar sem fjórði hver miði á allar sýningar er boðsmiði! Verður sérverð fyrir erlenda gesti og lægra fyrir innbyggjana eins og í Bláa Lóninu? Hvernig svo sem það verður þá mun þessi bygging alltaf verða talin til fumkenndra ákvarðana sem voru teknar af reynslulausu fólki á tímum upplausnar og óreiðu. Í dag mundi engum detta þetta rugl í hug...eða hvað!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.