Rasistar á Alþingi

thorunn.jpgFurðulegt var að heyra Þórunni Sveinbjarnardóttur, fyrrverandi ísbjarnar slátrara, flytja þingsályktun um Skipun starfshóps um ofbeldi maka gegn konum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins
Búum við ekki í réttarríki þar sem öllum er tryggð jöfn vernd án tillits til þjóðernis, kyns eða litarháttar?  Alþingi er löngu komið útfyrir valdsvið sitt í þeim óteljandi fjölda mála sem ekki ættu nokkurn tíma að þurfa að koma til kasta neinnar löggjafarsamkomu. Alþingismenn hafa fyrir löngu misst sjónar á hlutverki Alþingis. Alþingi hefur verið breytt í einhverja furðu samkundu sem heldur að hún eigi að skipta sér af daglegu lífi borgaranna, hver fái að berja hvern, hver fái að horfa á nekt og hvar, hver fái að leggjast í ljós og hver ekki, hver fái að giftast í kirkju og hver ekki, hver fái að eiga börn og hver ekki og jafnvel vill Alþingi skipta sér af hvaða jurtir eru ræktaðar í einkagörðum! Er ekki nóg komið af forræðishyggjunni?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband