Hæstiréttur úrskurðar haustslátrun ógilda

saudfe_ii.jpgÍmyndum okkur að 3 dýraverndunarsinnar kærðu haustslátrun á lömbum t.d á Blönduósi. Kærendur færðu rök fyrir máli sínu útfrá dýraverndarsjónarmiðum og klikktu svo út með sönnunargagni sem sýnir að notuð hafi verið ólögleg aðferð við slátrunina. Hvað getur Hæstiréttur annað en úrskurðað slátrunina ógilda. Lög eru jú lög...  Sjá menn ekki fáránleikann í úrskurðarvaldi Hæstaréttar? Svona er komið fyrir þjóðfélagi sem er stjórnað af dómstólum en ekki framkvæmdavaldinu. Hvernig gerðist þetta eiginlega?  Getur stjórnlagaþing tryggt jafnræði meðal hins þrískipta valds?  Það hlýtur að verða eitt af grundvallarviðfangsefnum stjórnlagaþingsins. Það gengur ekki að afhenda Hæstarétti úrslitavald í hinum stærstu jafnt sem hinum smæstu álitaefnum. Í máli þremenninganna gegn Landskjörstjórn hefði Stjónlagadómstóll átt að úrskurða, ekki Hæstiréttur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband