Á sjávarútvegur við Eyjafjörð framtíðina fyrir sér?

Á sjávarútvegur við Eyjafjörð framtíðina fyrir sér? Þeirri spurningu verður reynt að svara á fundi um áhrif breytinga í sjávarútvegi á annan atvinnurekstur og þjónustu í Eyjafirði, sem haldinn verður í Menningarhúsinu Hofi þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20:00. Alþingismönnum er sérstaklega boðið til fundarins.  

Stefán B. Gunnlaugsson, lektor við HA, kynnir niðurstöður skýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri um áhrif breytinga á fiskveiðistjórnun á sjávarútveginn og sérstaklega litið til áhrifa á Eyjafjarðarsvæðið. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og Ólöf Ýr Lárusdóttir, forstjóri Vélfags ehf flytja einnig framsögu um hvaða áhrif breytingarnar gætu haft á fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu sem byggja afkomu sína á þjónustu við sjávarútveginn. Björn og Ólöf fjalla um spurninguna frá sínum bæjardyrum. Að loknum framsöguerindum verður boðið upp á fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri verður Óskar Þór Halldórsson fréttamaður. Íbúar á Eyjafjarðarsvæðinu eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um brýn hagsmunamál svæðisins. Að fundinum standa Akureyrarbær, Samtök atvinnurekenda á Akureyri og Verkalýðsfélögin í Eyjafirði.

Er þetta ekki yndislega fyrirsjáanlegt en um leið ósvífið leikrit?  Þarna koma áhrif þeirra Samherja manna greinilega í ljós. Þeir halda öllu samfélaginu í heljargreipum og þeir eru heimagangar á skrifstofu bæjarráðs og hóta bæjaryfirvöldum öllu illu ef þau beiti sér ekki fyrir andófi gegn breytingum á kvótakerfinu. Verkalýðshreyfingin með Björn frá Nolli skelfur af hræðslu þegar boðin berast frá bæjarstjórninni og meira að segja háskólamenn láta sér lynda stjórnlyndi Þorsteins Más!

ÞETTA ER GRÍMULAUS KÚGUN EIGENDA FYRIRTÆKIS SEM VAR LEYFT AÐ VAXA OF MIKIÐ Í SKJÓLI GLÆPSAMLEGRAR EINKAVÆÐINGAR Á UNDIRSTÖÐUATVINNUVEGI ÞJÓÐARINNAR.

Núna sjá menn hvernig stórfyrirtæki starfa. En það er of seint. Menn eru orðnir háðir þessu fyrirtæki. Ekki má styggja drekann annars er hætta á að hann spúi eld og brennisteini yfir byggðarlagið. Auðvitað munu menn bera af sér sakir og sverja fyrir að Þorsteinn Már hafi á nokkurn hátt komið að þessari fundarboðun. En við vitum betur. Frétt sem lét lítið yfir sér birtist í Vikudegi 20 janúar og sagði frá þegar Þorsteinn Már og Kristján Vilhelmsson skunduðu á fund bæjarráðs Akureyrar til að lýsa yfir vanþóknun á fyrirætlun stjórnvalda í sambandi við fyrningu aflaheimilda. Þá fór spuninn af stað. Hringt var í háskólann og Stefán lektor fenginn til að kynna skýrsluna sína á baráttufundi fyrir atvinnuuppbyggingu í Eyjafirði. Og ég ætla að vera svo óforskammaður og fullyrða að nú þegar er búið að semja ályktun sem verður borin upp og samþykkt þar sem fundargestir lýsa yfir áhyggjum af fyrirhugaðri innköllun aflaheimilda og hvetja til þess að samningaleiðin verði farin. Og svo verður klappað vel og lengi fyrir burðarstólpum atvinnulífs við Eyjafjörð, Þeim Samherjamönnum Þorsteini og Kristjáni W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband