Tekist á um sjómannaafslátt

petur-h-blondal-a-althingi.jpgrni_johnsen_2_jpg_280x600_q95_1056307.jpgÁrni Johnsen er lunkinn við að vekja á sér athygli. Núna hefur hann lagt fram frumvarp um tekjuskatt þar sem sjómönnum verði tryggður ríflegur skattaafsláttur eða allt að 1.450.000, ekki dónalegur afsláttur það.  Helsti andmælandi hans er Pétur Blöndal sem fer hátt með veggjum í furðulegum rökum í sambandi við dagpeninga sem honum finnst að útgerðarmenn geti greitt sjómönnum. Meira bull hef ég sjaldan heyrt í alþingismanni í langan tíma og er þá Vigdís Hauksdóttir ekki undan þegin.

Tekið skal fram að mér finnst engin ástæða til að halda í sjómannaafsláttinn. Og er ég þó gamall sjómaður sjálfur.  Hins vegar skal vakin athygli á að sjómenn hafa ekki samið um sín kjör lengi. Þeir þora ekki að sækja sinn rétt til útgerðarmanna vegna óttans um að verða sagt upp störfum. Þetta er einn af svörtum blettum kvótakerfisins.  Óttinn stjórnar hér öllu. Óttinn er innbyggður í þjóðarsálina. Þessi barða þjóð þorir ekki að standa upp og krefjast réttar síns. Ég held þeir kumpánar Árni og Pétur ættu frekar að taka saman höndum við þá sem vilja bylta kvótakerfinu ef þeir meina eitthvað með umhyggju sinni fyrir sjómönnum. Frjáls undan oki leiguliðans er sjómaðurinn aðeins stoltur. Kannski að Árni heimsæki Flateyri núna og ræði við atvinnulausa sjómenn og verkakonur eða bara í Reykjanesbæ!! Kvótakerfið sem vinir hans í FLokknum dásama svo mjög er að ganga af byggð í landinu dauðri. Og þegar fólkið fer, þá er byggðin dauðadæmd. Á Vestfjörðum öllum búa nú tæp 5000 manns, eða svipað margir og í Vestmannaeyjum. Er það eðlilegt? Hvað varð um frelsið til að skapa sín eigin örlög? Vestfirðir geta hæglega brauðfætt 20000 manns með sjálfbærri fiskveiðistjórnun og sjálfbærri ferðamannaútgerð. Ég vil frekar kalla það útgerð heldur en þjónustu. Selja á ferðamönnum hina villtu náttúru.  Það á að flytja Hreindýr á Vestfirði og selja ferðamönnum safari á Hornströndum og stangveiði í Djúpinu.  Það er hægt að gera fleira en mæla göturnar á bótum í Reykjavík, en það verður hlutskipti brottfluttra lands byggðamanna ef kvótakerfið verður ekki stokkað upp eða HREINLEGA LAGT NIÐUR SEM VÆRI ÞAÐ LANGBESTA FYRIR ALLA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband