28.1.2011 | 01:17
Engin hætta á greiðslufalli með fullan sjó af fiski
Hvernig dettur Þór Saari að halda fram svona dellu? Veit hann ekki að við getum hæglega aukið hér veiðar um 100.000 tonn á þorski og við getum líka hækkað raforkuverð til álveranna ef í harðbakkann slær. Það er okkar neyðarréttur. Að vera með svona hræðsluáróður og svartagalls raus sæmir ekki hagfræðingnum Þór Saari. Tafir á stóriðju uppbyggingu eru ekki af hinu slæma. Orkan er ekkert að hlaupa frá okkur og lán hafa verið dýr og torfengin vegna alþjóðlegu lánakreppunnar. Ekki vegna þess að við vildum ekki borga ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga vegna icesave reikninga Landsbankans
tenging við frétt mbl.is hér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:47 | Facebook
Athugasemdir
Þetta átti að vera tengt frétt á mbl.is sem var svo tekin út. Kannski kemur hún inn aftur breytt svo samhengi þessarar færslu skiljist
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.1.2011 kl. 01:21
Betra að satt væri en því miður tel ég að þú hafir rangt fyrir þér hvað varðar álverin, orkuna og veiðarnar. Hér er enga ákvörðun hægt að taka því að hver á að fá að veiða þessi 100 þús tonn þannig að mest hagkvæmni komi? Allur aflaður fiskur fer ekki beint í að greiða skuldir ríkissjóðs. Ríkissjóður fær sínar skatttekjur af veiðum sem öðrum atvinnurekstri.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 28.1.2011 kl. 06:46
Adda, Íslenska þjóðin á að fá að veiða þessi 100.000 tonn!
Frjálsar smábáta eða handfæraveiðar myndu leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga!
Stórauknar smábátaveiðar leysa líka umgengnisvandann á fiskimiðunum og miðin gæfu meiri afla!
Aðalsteinn Agnarsson, 28.1.2011 kl. 14:19
Adda, ábyrg stjórnvöld hafa þetta í hendi sér. Finnst þér eðlilegt að einkafyrirtæki og erlendir auðhringar stingi í eigin vasa arðinum af íslenskum orkuauðlindum? Og finnst þér eðlileg umgengni um fiskstofnana?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.1.2011 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.