Einkavæðum fangelsin

Stefna stjórnvalda í fangelsismálum er byggð á óraunhæfum hugmyndum
um að það sé hlutverk ríkisins að gera afbrotamenn að betri borgurum.
Þetta er mikill misskilningur. Fangelsun á að vera refsing og dómar eiga
að vera svo þungir að þeir hafi forvarnargildi í sjálfu sér. Núna er
fangelsisvist góð afslöppun í slæmum félagsskap en engin refsing. Menn
fá jafnvel frí úr fangelsinu svona eins og heimavistarkrakkar sem fá að
fara heim um helgar.  þetta er bara lúxus. Og ekki er verið að íþyngja
föngum með vinnu, öðru nær þá fá þeir að slaka á og stunda líkamsrækt,
stunda nám og jafnvel fara á netið. Sumir hafa meira að segja gerst
listamenn og hoggið út skúlptúra í grjót. En allir koma þeir jafn
forhertir út þrátt fyrir alla betrunina. Hér þarf að breyta um stefnu.
Og af hverju ekki að nota tækifærið og einkavæða fangelsin?  Fyrst við
gátum einkavætt hraðbraut til stúdentsprófs því þá ekki að einkavæða
fangelsin á Íslandi. Sama væri mér þótt rekstraraðili tæki ótæpilegan
arð út úr þeim rekstri svo fremi að öryggisþátturinn skertist ekki.
Ýmsar leiðir er hægt að fara í slíkri einkavæðingu. En það er öruggt að
kostnaðurinn fyrir skattgreiðendur mundi minnka og framboð fangelsisrýma
væri alltaf nægilegt.
mbl.is Vinnubúðir verði fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Fangelsun á að vera refsing og dómar eiga
að vera svo þungir að þeir hafi forvarnargildi í sjálfu sér. Núna er
fangelsisvist góð afslöppun í slæmum félagsskap en engin refsing. "

Þú ert greinilega illa af Guði gerður, Jóhannes.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2011 kl. 01:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er stórhættuleg hugmynd. Þetta var reynt í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að það myndaðist efnahagslegur hvati til að setja sem flesta í fangelsi. Þjófélag þar sem allir eru í fangelsi getur hinsvegar ekki verið efnahagslega sjálfbært, enda á hausnum í dag. Eina atvinnugreinin sem er í stöðugum vexti þar er fangelsisiðnaðurinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2011 kl. 05:32

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

 Er það ekki ríkið sem setur lögin og lætur lögregluna framfylgja þeim.  Síðast þegar ég vissi þá var ekki búið að einkavæða löggæslu eða dómsstigið neinstaðar í heiminum svo hvernig geta einkavædd fangelsi verið að stuðla að fjölgun fanga.   Ef það er óvenjuleg fjölgun á föngum þá þarf að skoða hvort að lögreglan og dómsstigið sé að dæma fólk í fangelsi fyrir minniháttar eða absúrd hluti en ekki kenna einkavæddum fangelsum um fjölgunina.

 Norræna stefnan í fangelsismálum hefur mistekist hér á landi,  það er engin "endurmenntun" eða betrumbæting í vistun í Íslenskum fangelsum. Þetta er einsog lúxus heimavist einsog faðir minn nefndi hér að ofan.

 Samkvæmt gamalli skýrslu sem ég las þá eru 46% fanga á Íslandi síbrotamenn,  þ.e. fólk sem hefur áður verið dæmt í fangelsi og setið afplánun, 68% allra fanga eru eða voru í neyslu og 62% fanga hafa farið í vímuefnameðferð.  Ef þetta kveikir ekki stórum viðvörunarbjöllum um að það sé einhver brotalöm í kerfinu þá veit ég ekki hvað getur kveikt á þeim.

 Fyrir mitt leiti þá mætti koma upp tveimur stórum fangelsum,  eitt fyrir þá sem eru að sitja afplánun í fyrsta eða annað sinn og það er einhver von um að "endurmennta" til að gera þá virka og heilbrigða í samfélaginu og svo annað fyrir vonlausu casein,  síbrotafólk sem fékk tækifæri og klúðraði þeim.  Það á ekkert að verðlauna þannig fólk með einhverri lúxus fangelsisdvöl.

Jóhannes H. Laxdal, 28.1.2011 kl. 14:46

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk fyrir athugasemdirnar. Guðmundur, hvað með hinn vaxandi glæpaiðnað hér á Íslandi? Hvað með erlendar glæpaklíkur eins og Hell´s Angels sem beinlínis gera út á íslenska markaðinn af því refsingar eru svo linar og viðurværi í fangelsum gott.
Forvarnir felast í ströngum dómum og slæmu atlæti. Hér á landi hafa fangelsismál verið í ólestri í tugi ára. Þeir sem fá dóma láta sér ekki segjast, þeir vita að það er engin viðurlög.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.1.2011 kl. 15:48

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Síðast þegar ég vissi þá var ekki búið að einkavæða löggæslu eða dómsstigið neinstaðar í heiminum svo hvernig geta einkavædd fangelsi verið að stuðla að fjölgun fanga."

Besta dæmið um það er frá suðurhluta Arizona þar sem einkaaðilar komu að máli við sveitarstjórnendur og óskuðu eftir að fá að byggja fangelsi. Þegar þeir voru spurðir nánar út í rekstrargrundvöll fyrirhugaðrar starfsemi (hvaðan myndu fangarnir koma) þá var svarið á þá leið að til stæði að setja lög sem myndu herða tökin á ólöglegum innflytjendum, sem er feikinóg af þarna við landamærin að Mexíkó. Fangelsisiðnaðurinn í fylkinu beitti kröftum sínum og pólitískum þrýstingi til að fá umrædd lög samþykkt og viti menn, skyndilega var nóg af fólki sem þurfti að vista í fangelsunum þeirra. Ástæðan fyrir því að við vitum af þessu er einn hugrakkur sveitarstjóri (man ekki hvað sýslan heitir) sem fannst þetta ekki vera heilbrigð aðferð við atvinnuuppbyggingu í sinni heimabyggð, hann hafnaði þessum fyrirætlunum og sagði söguna.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2011 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband