29.1.2011 | 15:28
Ekki rétti tíminn fyrir pólitískar sjónhverfingar
Margir gagnrýna ríkisstjórnina réttilega fyrir fljóthuga ákvarðanir og einstaklega ógegnsæja stjórnsýslu. Margir tala um launung og lygar. Og þá sjaldan ráðamenn tjá sig við fjölmiðla þá eru þeir ekki spurðir réttu spurninganna sem er náttúrulega vítavert. Það verður að senda karlmenn í verkin, ekki börn! Þess vegna komast ráðherrarnir upp með að gefa ófullnægjandi svör. Þessu verður ríkisstjórnin að breyta vilji hún eiga sér lengri lífdaga. Það dugar ekki að uppskera lófaklapp meðal klíkuvina á flokksfundum, sem eru hvort sem er aldrei með gagnrýnisgleraugun á nefinu. Mörg mál brenna á mönnum í sambandi við atvinnumál, byggðamál, heilbrigðisstefnuna, sölu ríkisfyrirtækja og endurreisn fjármálakerfisins. Gott væri ef t.d hið metnaðarlausa Kastljós tæki sér tak og ynni þáttaröð til kynningar á hvað ríkisstjórnin ætli sér með:
- Innköllun kvótans
- Dauða byggðanna
- Minnkandi heilsugæslu á landsbyggðinni
- Sölu Sjóvár og eigna Landsbankans
- Endurreisn sparisjóðakerfisins
- Rannsókn á einkavæðingunni frá 1995
- Rannsókn á þætti Davíðs Oddssonar og Seðlabankans í hruninu með tilliti til húsleitarinnar
- Sakarannsókn á einkavæðingu sparisjóðanna og framferði stjórnenda þeirra í aðdraganda hrunsins
- Hvað stjórnvöld ætli sér í sambandi við HS Orku?
- Hvað stjórnvöld ætli sér í sambandi við gjaldþrot Reykjanesbæjar
Málin eru óteljandi sem stjórnvöld eru með á sinni könnu og samt spila ráðherrar VG solo. Enda er ríkisstjórnin samsett úr 10 smákóngalénum. Jón Bjarnason talar í gátum á meðan Steingrímur klæðist skikkju töframannsins og framkvæmir sjónhverfingar í fjármálaráðuneytinu. Þetta er náttúrulega ekki mönnum bjóðandi. Okkur var lofað opinni og gegnsærri stjórnsýslu og það er kominn tími til að það sé efnt. Góð byrjun væri að birta útskriftina af samtali Davíðs við enska seðlabankastjórann.
Það er ekki bara ögurstund í sjávarútvegsmálum, það er ögurstund í landsmálum yfirhöfuð
Ögurstund í sjávarútvegsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Facebook
Athugasemdir
Ekki rétti tíminn fyrir pólitískar sjónhverfingar? Hvenær er rétti tíminn? 2007?
Guðlaugur Hermannsson, 29.1.2011 kl. 16:15
Vorum við ekki að vona að pólitiskur loddaraskapur heyrði sögunni til Guðlaugur? Við sjáum að allt sem okkur var sagt í aðdraganda hrunsins var lygi.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.