Tekið stórt upp í sig - Jóhönnu Sigurðar svarað fullum hálsi

Flokksstjórnarfundir Samfylkingarinnar eru eins og peppfundir á vernduðum vinnustöðum.
Verkstjórinn flytur ræðu og síðan er klappað og allir voða ánægðir því það er búið að setja
kaffi og kleinur á borðið og enginn nennir að spyrja spurninga. Það þarf heldur ekkert.
Verkstjórinn veit alltaf allt best og dýrin í skóginum eiga að vera vinir og ekki með leiðindi.Svona fundur var haldinn í dag hjá Samfylkingunni. Og af því ég er ekki flokks stjórnarmaður í Samfylkingunni þá ætla ég að vera með leiðindi og spyrja nokkurra spurninga út í þessa ræðu.

Jóhanna þú sagðir:
Við höfum þurft að glíma við réttláta reiði fólks þar sem hrunið hefur komið niður á öllu samfélaginu og allt of margir hafa liðið og þurft að takast á við mikla erfiðleika ekki síst fjárhagslega. Á sama tíma höfum við hinsvegar einnig verið að breyta íslensku samfélagi til hins betra. Innleiða breytt vinnubrögð, breyttar leikreglur og breytta forgangsröðun í anda hugsjóna okkar jafnaðarmanna. Í öllu þessu tel ég að okkur hafi miðað vel áleiðis þó verkinu sé fjarri lokið. 

Spurning:
Hvernig hefurðu breytt vinnubrögðunum? Hvaða nýjar leikreglur ertu að tala um og í hverju er breytt forgangsröðun fólgin? Og hverju er ekki lokið enn? Tölum bara hreint út eins og maður við mann. Því það erum við svona andlega þótt einhver munur sé á okkur líkamlega.

Þú sagðir líka:

Ef við lítum á efnahagsmálin þá blasir við, þrátt fyrir bölmóðinn, að  samdrátturinn hefur verið stöðvaður og hagvaxtarskeið er hafið,  kaupmáttur launa hefur vaxið undanfarið ár og störfum fjölgar nú á ný. Verðbólgan hefur ekki verið lægri í sjö ár, stýrivextir aldrei lægri, gengið hefur haldist stöðugt og styrkst og fjárlagahallinn hefur minnkað úr rúmum 200 milljörðum í tæpa 40. Skuldir ríkissjóðs eru mun lægri en reiknað var með, afgangur af viðskiptum við útlönd hefur aldrei verið eins hagsstæður, fullnægjandi gjaldeyrisforði hefur verið tryggður og skuldatryggingaálagið á Ísland er orðið lægra en það var fyrir hrun.  Þarf að hafa fleiri orð um árangur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum ?


Já það þarf að hafa um það fleiri orð. Samdrátturinn hefur stöðvast vegna þess að 200 fyrirtæki eru komin á hausinn, 20000 hafa misst atvinnuna, fólk er búið að eyða sérlífeyrissparnaðinum og 3000 manns hafa orðið gjaldþrota eða eru í gjörgæslu umboðsmanns skuldara.Húsnæðismarkaður hefur verið í frjálsu falli og kaupmáttur launa rýrnað um 20%. Þjóðfélagið er að ná alkuli þess vegna hefur samdráttur stöðvast. Eðlilega. það er fullkreyst.  Afleiðing af þessu ástandi er minnkuð verðbólga og lækkaðir vextir, ekki vegna einhverra efnahagsaðgerða, því þær hafa ekki verið neinar. Svo eru það ríkisfjármálin og skuldir ríkissjóðs. Þegar búið er að taka 600 milljarða að láni væri skrítið ef fjárlagahallinn hefði ekki minnkað eða að gjaldeyrisforðinn hefði ekki vaxið. En varla telurðu það þér til tekna í lánabók lífsins?  Þarf að hafa fleiri orð um aðgerðaleysi í efnahagsmálum?

 

Þú segir:

 

Miklar umbætur hafa orðið í ráðningamálum á vegum hins opinbera. Sérstakar hæfisnefndir hafa annast mat á umsækjendum um auglýstar stöður ráðuneytisstjóra og sambærilegt vinnulag var viðhaft við skipan nýs Seðlabankastjóra og hæfiskröfur auknar í samræmi við ný lög þar um. Jafnframt hafa verið lögfestar löngu tímabærar breytingar á verklagi við skipun dómara. Þar hafa faglegar hæfisnefndir komið í stað geðþóttavalds ráðherra rétt eins og annarsstaðar.

Altalað er að aldrei hafi viðgengist annað eins pukur í ráðningum innan stjórnsýslunnar og einmitt núna. Stöður ekki auglýstar heldur þeim ráðstafað til vina og samherja á grundvelli skammtímaráðninga. Seðlabankastjóri var handvalinn það vita allir. Og breytingarnar á skipan dómara ná svo skammt að auðvelt er að sniðganga þær

þú segir:
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur stýrihóps Sóknaráætlunar undir heitinu Ísland 2020. Ísland 2020 er stefnumarkandi skjal sem felur í sér framtíðarsýn til ársins 2020, 20 mælanleg markmið um samfélagslega þróun og 30 tillögur að aðgerðum til þess að vinna að þeim. Með Ísland 2020 er í fyrsta sinn gerð tilraun til þess að horfa á þróun atvinnulífs og samfélags með heildstæðum hætti og skilgreina hverskona samfélag við viljum skapa til framtíðar.

 


Hvenær fékkst þú umboð til að hrinda þessari sóknaráætlun í framkvæmd? Og hvað kostaði þessi vinna og mun kosta til viðbótar? Eðlilegt er að svona kerfisbreytingar séu bornar undir þjóðina í kosningum en ekki sé anað útí breytingar sem lítil sátt er um. Til dæmis breytingarnar á ráðuneytunum og þá aðlögun á stjórnsýslunni sem aðildarviðræðurnar við ESB kalla á.

þú segir:

Fjölmörg önnur réttlætist- og þjóðþrifamál hafa náðst í höfn –  mál sem þvælst hafa fyrir öðrum ríkisstjórnum eða hefðu aldrei komist á þeirra borð, en hafa nú verið leidd til lykta af fyrstu meirihlutastjórn jafnaðarmanna á Íslandi. Ég nefni ég nokkur:

  1. Langþráð sátt um sanngirnisbætur til barna á vistheimilum sem sættu misgjörðum.
  2. Ein hjúskaparlög fyrir alla landsmenn tóku gildi. 
  3. Sérréttindi ráðherra, dómara og alþingismanna í lifeyrismálum afnumin.
  4. Kaup á vændi gerð refsiverð og súlustöðum lokað. 
  5. Skattkerfinu breytt til stóraukinnar tekjujöfnunar, umhverfisskattar innleiddir og    skattrannsóknir og skatteftirlit stóreflt. 
  6. Ný fagleg yfirstjórn í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. 
  7. Nýr og ábyrgari lagarammi settur um fjármálakerfið og starfsemi fjármálaeftirlitsins    stórefld.
  8. Skýrslu rannsóknarnefndarinnar hefur verið fylgt eftir, starfsemi sérstaks saksóknara og
  9. fjármálaeftilitsins stórefld og dómurum fjölgað til að anna álaginu vegna hrunsins. Fimm
  10. milljörðum verður varið aukalega til að efla embætti sérstaks saksóknara, dómstólana og
  11. fjármálaeftirlitið.
  12. Gríðarlegar réttarbætur hafa verið innleiddar fyrir skuldara sem nýtast mun skuldurum um    ókomin ár og verulega komið til móts við afleiðingar hrunsins hjá skuldsettum heimilum.     Hér er um yfir 350 einstakar aðgerðir að ræða og skuldaniðurfellingar og bætur sem nema     vel á annað hundruð milljarða.
  13. Ný metnaðarfull loftslagsáætlun hefur verið mótuð og samþykkt. 
  14. Unnið er að friðlýsingu Þjórsárvera í heild, Gjástykkis og fleiri svæða. 


Sei sei, mikið er nú gumað.

  1. Kostnaður við Vistheimilanefndina ku hlaupa á milljónatugum, er það forsvaranlegt? Og var það forsvaranlegt að útdeila pólitískum bitlingi til Guðrúnar Ögmundsdóttur með því að ráða hana sem tengilið án þess að auglýsa starfið? Rétt áðan sagðirðu að það tíðkaðist ekki og enginn á fundinum gerði athugasemd!
  2. að setja hjúskaparlög fyrir samkynhneigða er hneyksli en ekki manréttindi
  3. Betur þarf að gera til að jafna lífeyriskjörin að ég tali ekki um þessi himinháu eftirlaun.
  4. Vændislögin eru beggja blands, Ríkisstjórnin er of höll undir forræðishyggju
  5. áliti Atlanefndarinnar var stungið undir stól
  6. Þúsundir skuldara eru núna skuldaþrælar fjármálastofnana, til hamingju!
  7. Eyjafjallajökuls gosið gerði að engu allan fagurgalann um árangur í lofslagsmálum. Okkur mun ekki endast  þessi öld til að vinna okkur inneign í losunarkvóta
  8. Já fínt, friðlýsa og koma í veg fyrir arðbærasta virkjunarkost Landsvirkjunar. Og fyrir norðan er stríðið við landeigendur ekki unnið ennþá.
Nú hef ég skautað yfir það helsta í guminu en auðvitað var ræðan miklu lengri. Gott væri hins vegar að fá einhver svör. Margir eru nú spunameistararnir á launum og svo er víst bæði einkaritari og butler á launaskrá hjá Jóhönnu svo ekki ætti að skorta ritfæra penna til að skýra og útskýra ef það er hægt. Það er hægt að taka stórt upp í sig ef enginn hreyfir andmælum. Það merkir ekki að allt sé sannleikanum samkvæmt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband