Jón Bjarnason segi af sér

jon_bjarnason_825274_1056800.jpgEnginn ráðherra hefur gengist við ábyrgð í stóra hæstaréttarmálinu en almenningur heimtar að einhverjir axli ábyrgð og segi af sér. Þess vegna legg ég til að Jón  Bjarnason segi af sér. Það myndi leysa mörg vandamál fyrir ríkisstjórnina og friða almenning. Við vitum að Jóhönnu finnst miklu skipta að  hún fái frið fyrir þjóðinni og að þjóðin sé til friðs. Og hvað er þá betra en fórna riddara fyrir biskup? Jón er óútreiknanlegur eins og riddari og gengur ekki eftir beinum línum eins og skákmenn vita. Það gera biskupar hins vegar LoL Þeir verða því oft leppar þegar andstæðingarnir skáka kónginum. Nú hefur Jóhönnu verið skákað og hún ber Ögmund fyrir sig og því er hann orðinn leppur en um leið getur hann ekki lengur valdað Jón Bjarnason og því er eins gott að fórna HONUM..Tær snilld!
mbl.is Lilja biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Líst vel á þetta þá fellur stjórnin.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.1.2011 kl. 19:12

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nei, stjórnin fellur ekkert. Bjarni Ben fékk pungspark frá Jóhönnu og hann er ekki lengur til stórræðanna. Það er því engin stjórnarandstaða í landinu. Akkúrat engin því enginn tekur mark á talsmanni spillingarinnar honum Sigmundi Davíð.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 19:44

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það kann að vera þjóðráð að fórna riddara, það er að segja ef maður verður þá ekki mátaður í næsta leik fyrir vikið.

Jóhannes Ragnarsson, 29.1.2011 kl. 20:07

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Já nafni, það væri vera

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 20:11

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

verra

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 20:12

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jón bjarnason á að segja af sér... ekki vegna þessa máls

heldur vegna vanhæfis.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2011 kl. 20:14

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er aldeilis uppi títutyppið á Þrumusleggjuvellingnum.

Jóhannes Ragnarsson, 29.1.2011 kl. 20:26

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Bjarnason er heilsteyptur og hugsandi maður sem er að vinna fyrir almenning í landinu. Undarlegt að sumum skuli líka illa að hafa ráðherra sem berst fyrir að almenningur fái fiskveiði-kvóta-arðinn.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.1.2011 kl. 23:22

9 identicon

Sá sem fer fram á að eini heiðarlegi og hugrakki maðurinn sem ekki leggst í skítinn fyrir spilltu sjáftöku liði útgerðarinnar segi af sér er ekki að hugsa um hag þessarar þjóðar eða að hér verði byggt upp réttlátt þjóðfélag aftur. Já ég sagði hugrakki því það þarf hugrekki til að fara gegn mönnum sem ganga svo langt í græðgi sinni að hóta að stoppa atvinnutæki þjóðarinnar og beita þrýsingi á Hæstarétt landsins til að koma í veg fyrir að þjóðin stjórni sínum málum. Menn hafa verið reknir úr störfum og settir a "dauða lista" útgerðarinnar fyrir að benda á galla fiskveiði stjórnunar kerfisins. Þeir sem vilja að svona sé Ísland eiga heima í Sjálfstæðisflokki Davíðs grínara sem kann ekki að skammast sín fyrir að setja þjóðina í gjaldþrot með glappaskotum sínum.

Olafur Jónsson (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 00:58

10 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ólafur Jónsson, þú hefur ekki mikla þekkingu á þessu kerfi né veistu mikið hvað Jón er að gera í sínum sýndarveruleika. Ef þú kærir þig um að kynna þér mína skoðun til hlýtar, þá geturðu ýtt á sjávarútvegsmál undir Færsluflokkar hérna til vinstri á síðunni. Og þið fyrirgefið þó ég segi það, en Jón Bjarnason á ekki heima í VG frekar en Þráinn Bertelsson. Þetta eru tækifærissinnar og flokkaflakkarar með litlar hugsjónir. Jón er meir umhugað um að hans fólk geti sogið spena ríkisins heldur en koma einhverju til leiðar fyrir almenning í landinu. Hann ver til dæmis hagsmuni bænda á kostnað neytenda og hann hleypti hálfvitum á strandveiðar og þeim sem voru búnir að selja frá sér kvótann. Þetta er ljótt en svona er þetta samt

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.1.2011 kl. 02:06

11 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég hef grun um, nafni, að Ólafur Jónsson viti heilmikið um kvótakerfið og hafi ágæta þekkingu á því.

Jóhannes Ragnarsson, 30.1.2011 kl. 19:50

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég sé ekki að hann sé að berjast mikið fyrir almenning og neytendur að hækka tolla uppí 1000% og tryggja einokun í mjólkurafurðum með því að hrekja Mjólku af markaðinum

Sleggjan og Hvellurinn, 1.2.2011 kl. 11:13

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hann stiður verðsamráð og gefur skít í samkeppnislög.

Á kostnað fyrir neytendur og almennings.

http://www.youtube.com/watch?v=saQsg3xMG2E

Sleggjan og Hvellurinn, 1.2.2011 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband