Framkvæmdir á vegum ríkisins

Alltaf verð ég naumhyggjumaðurinn jafn rasandi á öllum kostnaðartölum sem birtast í sambandi við kaup ríkisins á vinnu og annarri þjónustu. Ég er sannfærður um að í þessum lið má spara umtalsverðar fjárhæðir, Nýjasta dæmið birtist okkur í frétt á visir.is um endurbætur á húsnæði fatlaðra í Kópavogi fyrir 27 milljónir! Endurbætur fyrir 27 milljónir. Ég treysti mér til að byggja nýtt fyrir 27 milljónir. Og hver gerir svona kostnaðarmat? Og hvaða verktakar eru áskrifendur að svona verkum? Ég geri að tillögu minni að teknar verði upp nýjar verklagsreglur í sambandi við svona framkvæmdir og þær boðnar út á meðal atvinnulausra iðnaðarmanna. Og skora hér með á Guðbjart Hannesson að endurskoða þetta samkomulag. Þessar fréttir sem berast okkur daglega af gegndarlausum fjáraustri ríkisstjórnarinnar í hin og þessi verk og sérfræðiráðgjöf er með slíkum eindæmum að halda mætti að hér hefði ekkert hrun orðið. Og af hverju þarf að kaupa alla þessa ráðgjöf? Eru ekki 1200 manns á launaskrá í ráðuneytunum? Eru það allt fífl sem ekki er hægt að leita ráða hjá?  Gamlir uppgjafa skipstjórar eða bóksalar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband