Rafrænar kosningar takk.

Nú er komin tækni til að þróa rafrænt kosningakerfi, byggt á nýjum rafrænum skilríkjum. Nú getum við hent þessu rándýra og úrelta kosninga fyrirkomulagi sem hér hefur verið við lýði alltof lengi. Allt mælir með rafrænum kosningum. Handvirkt kerfi býður upp á mistök. Tölvur gera ekki mistök. Hagræðið af að kjósa heima í stofu er augljóst.  Nú er bara að taka ákvörðun um rafrænar kosningar og semja nýtt frumvarp og síðan getum við kosið eftir 2 mánuði. Og til að benda á það sem betur mátti fara í síðustu lögum endurbirti ég hér með tillögur í 10 liðum, fyrir þá sem ekki lásu upprunalegu færsluna:

  1. Fyrri lög alþingis voru meingölluð eins og óþarft er að hamra á. Auðvelt ætti að vera að bæta úr þeim formgöllum sem hæstiréttur benti á en það er ekki nóg.
  2. Alþingi má ekki skerða sjálfstæði stjórnlagaþings með beinum fyrirmælum og öðrum afskiptum af skipulagi starfsins. Fulltrúarnir eiga að ráða sinni vinnu sjálfir.  
  3. Ekki má takmarka starfstíma stjórnlagaþingsins, það verður að fá þann tíma sem það þarf
  4. Kosnir verði 63 fulltrúar á stjórnlagaþing og taki kjörgengi mið af reglum um forseta lýðveldisins ( reynslulaust fólk og krakkar undir tvítugu eiga ekkert erindi inná svona þing)
  5. Stjórnlagaþingið fari fram í húsakynnum Alþingis og nýti alla aðstöðu þess. Óþarft er að leggja útí tvöfaldan kostnað. Útlit er fyrir að Alþingi verði komið í sumarfrí þegar stjórnlagaþing getur hafið störf og dragist starf þess langt fram á haust eða lengur þá er hægt að samræma þingfundi Alþingis og Stjórnlagaþings þannig að ekki rekist á hvort annað (þegar Alþingi tekur sér frí vegna starfsdaga og kjördæmavikna og hvað allt það heitir þá taki Stjórnlagaþingið yfir fundarsali og aðra aðstöðu)
  6. Stjórnlagaþingsvinna verði þegnskylduvinna.  Þeir sem nái kjöri missi ekki í neinu þau laun og réttindi sem þeir hafa hjá sínum vinnuveitendum og óheimilt verði að segja þeim upp starfi. Ef kjörinn fulltrúi er án atvinnu skal honum tryggð laun úr ríkissjóði samkvæmt framfærsluviðmiði.
  7. Kosning til Stjórnlagaþings verði rafræn og þeir sem ekki geti eða vilji kjósa rafrænt fái að taka með sér aðstoðarmann ef þeir þurfa við utankjörfundar atkvæðagreiðslu
  8. Stjórnlagaþing skili af sér heildstæðri stjórnarskrá sem borin verði upp í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hver grein verði þannig borin undir þjóðina til samþykktar eða synjunar.
  9. Alþingi hafi aðeins heimildir til að fjalla um þær greinar stjórnarskrárinnar sem þjóðin samþykkir ekki
  10. Hin nýja stjórnarskrá svo samþykkt af Alþingi verði að lögum án þjóðaratkvæðagreiðslu

 


mbl.is Rætt um aðra kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hacking Democrasy

http://video.google.com/videoplay?docid=7926958774822130737#

Lýst samt vel á að hafa stjórnlagaþing, en ekki ráðgefandi nefnd.

palli (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband