3.2.2011 | 08:22
Ofnotuð orð
Með ólíkindum allt er hér
enginn iðkar trúna
Afvega-leiða ætla mér
umræðuna núna
Spillingar og spunalið
spena ríkis sjúga
Siðblindir þar samanvið
svíkja, stela, ljúga
Standi í lappir Steingrímslið
ef stjórntæk vilja teljast
Hryssan Lilja hamast við
hennar flokksmenn kveljast
Uppi á borði ekkert er
allt er hulið myrkri
sínar skuldir niður sker
skepnan hendi styrkri
Gegnsæir og opnir göngum
grunlausir um þjóðarsvik
þjóðníðingar velta vöngum
varla meir en augnablik
Óþjóðhollir íhaldsmenn
icesave vilja greiða
Svikastjórnin springur senn
sáttir samningsleiða
Flokkur: Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 12:05 | Facebook
Athugasemdir
ólíkindum, afvegaleiða, umræðuna, spilling, spunalið, spena, siðblindir, svíkja, stela, ljúga, standi í lappir, stjórntæk, uppi á borði, skuldir, óþjóðhollir, ivesave, svikastjórnin, samningaleiðin
Með þessum 16 orðum og 2 orðatiltækjum er hægt að umskrifa 90% af öllum bloggskrifum á netinu.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.2.2011 kl. 11:21
Gegnsæir, opnir, þjóðarsvik, þjóðníðingar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.2.2011 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.